Sakar Maríu um trumpisma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2024 08:52 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarar fyrir gagnrýni sem hún hefur hlotið vegna ummæla um íslenska femínista í aðsendri grein á Vísi. Þar spyr hún hvort hægrikonur megi ekki ræða ofbeldi „sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum“ og bendlar gagnrýninn femínista við trumpisma. Kveikjan að umræðunni nú er hlaðvarpsviðtal Diljár þar sem hún dró ekki af sér, sagði það sláandi hvernig femínistar kjósi að horfa í gegnum fingur sér þegar um sé að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún sagði að væri hræsni. Femínistar svöruðu þessum málflutningi Diljár af nokkurri hörku. María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona sagði hana tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Hún taldi Diljá ala á fordómum með umfjöllun sinni um gerendur af erlendum uppruna, heiðurstengdu ofbeldi og fordæmingu á því. Drífa Snædal talsmaður Stígamóta og Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sígamóta gagnrýndu Diljá sömuleiðis í Bítinu. Drífa sagði að svo virtist sem fólk ætti auðveldara með að fordæma ofbeldi af hálfu erlendra gerenda. Tölfræðin hjá Stígamótum bendi ekki til þess að fjölgun hefði átt sér stað hvað ofbeldi þess hóps varðar, umfram íslenskra gerenda. Linda Dröfn sagði að sér þætti leitt að sjá sundrungu í baráttunni. Barist væri gegn ofbeldi í nánum samböndum, sama hvaðan það komi og tekið sé á því á sama hátt. Í aðsendri grein Diljár á Vísi svarar hún Maríu Lilju sérstaklega. Hún telur ljóst að María Lilja hafi ekki hlustað á viðtalið og spyr hverjum hugmyndir hennar séu skaðlegar. Hún hafi beint talinu að tvenns konar alvarlegu ofbeldi sem viðgangist „á ákveðnum landsvæðum og menningarheimum“. „Annars vegar kynfæralimlestingu kvenna (FGM) og hins vegar heiðurstengdu ofbeldi. Ég fór yfir ferðir mínar á vettvang og fundi mína með fórnarlömbum þessa grimmilega ofbeldis því að áður en ég varð þingmaður var ég aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ég var reyndar líka lögmaður og starfaði við réttindagæslu, m.a. þolenda heimilisofbeldis. Það veitti mér góða innsýn,“ segir Diljá. Mun meira sameiginlegt Hún hafnar því að með orðræðunni sé hún að ala á fordómum gegn múslimum, þar sem hún hafi ekki nefnt þau trúarbrögð sérstaklega. „Hins vegar benti ég á að kynfæralimlesting í Sierra Leóne, samstarfslandi okkar í þróunarsamvinnu, hefði skaðað allt að yfir 90% kvenna þar. Trúarbragðaskiptingin þar er ca. 3/4 islam og 1/4 kristni. Þarna afhjúpar María eins og víðar mikla vanþekkingu á viðfangsefninu (og að hún hlustaði ekki),“ segir Diljá og ennfremur: „María segir mig einnig fullyrða að ,,innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi”. Það sagði ég ekki heldur, en trumpisminn fer víða. Ég hef ekki kynnt mér þá tengingu sérstaklega og læt því vera að tjá mig um hana. Vinnubrögð sem María ætti e.t.v. að tileinka sér.“ Í grein sinni sakaði María Diljá um að „taka ekki samtalið“ við „arabíska femínista“ og „svartar og brúnar flóttakonur“, meðal annars. Diljá kveðst hins vegar hafa, sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra, átt samtöl við kynsystur af öðrum uppruna. Þau samtöl leiði hana að þeirri skoðun að „þær eigi mun meira sameiginlegt með mínum viðhorfum en viðhorfum Maríu“. Ætti að hlusta meira Loks spyr Diljá hvers vegna hún fái neikvæð viðbrögð við því að ræða þessi mál, „viðfangsefni Íslands í þróunarsamvinnu“. „Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir ráðstefnu um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingu og uppskáru lof fyrir. Beindu kastljósinu að fjölskyldum hér af erlendum uppruna og flóttafólki. Af hverju þessi ólíku viðbrögð? Er þá ekki sama hvaðan gott kemur? Má hægri kona ekki taka upp þessi mál? Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem taka þessi málefni eins oft upp og ég, ekki síst þróunarsamvinnu.“ Diljá segir mikið hafa verið lagt upp úr því í hennar uppbeldi að hlusta á fólk og reyna að skilja það. „Ég vil ekki hvetja Maríu til samtals við fólk af ákveðnum húðlit eins og hún gerir svo ósmekklega í sínum skrifum. En María ætti e.t.v. að eiga samtöl við fleiri en vinahópa í útvöldum hverfum í Reykjavík. Umfram allt held ég þó að María ætti að temja sér að hlusta meira.“ Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Mannréttindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kveikjan að umræðunni nú er hlaðvarpsviðtal Diljár þar sem hún dró ekki af sér, sagði það sláandi hvernig femínistar kjósi að horfa í gegnum fingur sér þegar um sé að ræða kynbundið ofbeldi innflytjenda. Ákveðnum hópum hafi verið veittur „súkkulaðipassi“ í mannréttindamálum sem hún sagði að væri hræsni. Femínistar svöruðu þessum málflutningi Diljár af nokkurri hörku. María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona sagði hana tala af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Hún taldi Diljá ala á fordómum með umfjöllun sinni um gerendur af erlendum uppruna, heiðurstengdu ofbeldi og fordæmingu á því. Drífa Snædal talsmaður Stígamóta og Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Sígamóta gagnrýndu Diljá sömuleiðis í Bítinu. Drífa sagði að svo virtist sem fólk ætti auðveldara með að fordæma ofbeldi af hálfu erlendra gerenda. Tölfræðin hjá Stígamótum bendi ekki til þess að fjölgun hefði átt sér stað hvað ofbeldi þess hóps varðar, umfram íslenskra gerenda. Linda Dröfn sagði að sér þætti leitt að sjá sundrungu í baráttunni. Barist væri gegn ofbeldi í nánum samböndum, sama hvaðan það komi og tekið sé á því á sama hátt. Í aðsendri grein Diljár á Vísi svarar hún Maríu Lilju sérstaklega. Hún telur ljóst að María Lilja hafi ekki hlustað á viðtalið og spyr hverjum hugmyndir hennar séu skaðlegar. Hún hafi beint talinu að tvenns konar alvarlegu ofbeldi sem viðgangist „á ákveðnum landsvæðum og menningarheimum“. „Annars vegar kynfæralimlestingu kvenna (FGM) og hins vegar heiðurstengdu ofbeldi. Ég fór yfir ferðir mínar á vettvang og fundi mína með fórnarlömbum þessa grimmilega ofbeldis því að áður en ég varð þingmaður var ég aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ég var reyndar líka lögmaður og starfaði við réttindagæslu, m.a. þolenda heimilisofbeldis. Það veitti mér góða innsýn,“ segir Diljá. Mun meira sameiginlegt Hún hafnar því að með orðræðunni sé hún að ala á fordómum gegn múslimum, þar sem hún hafi ekki nefnt þau trúarbrögð sérstaklega. „Hins vegar benti ég á að kynfæralimlesting í Sierra Leóne, samstarfslandi okkar í þróunarsamvinnu, hefði skaðað allt að yfir 90% kvenna þar. Trúarbragðaskiptingin þar er ca. 3/4 islam og 1/4 kristni. Þarna afhjúpar María eins og víðar mikla vanþekkingu á viðfangsefninu (og að hún hlustaði ekki),“ segir Diljá og ennfremur: „María segir mig einnig fullyrða að ,,innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi”. Það sagði ég ekki heldur, en trumpisminn fer víða. Ég hef ekki kynnt mér þá tengingu sérstaklega og læt því vera að tjá mig um hana. Vinnubrögð sem María ætti e.t.v. að tileinka sér.“ Í grein sinni sakaði María Diljá um að „taka ekki samtalið“ við „arabíska femínista“ og „svartar og brúnar flóttakonur“, meðal annars. Diljá kveðst hins vegar hafa, sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra, átt samtöl við kynsystur af öðrum uppruna. Þau samtöl leiði hana að þeirri skoðun að „þær eigi mun meira sameiginlegt með mínum viðhorfum en viðhorfum Maríu“. Ætti að hlusta meira Loks spyr Diljá hvers vegna hún fái neikvæð viðbrögð við því að ræða þessi mál, „viðfangsefni Íslands í þróunarsamvinnu“. „Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir ráðstefnu um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingu og uppskáru lof fyrir. Beindu kastljósinu að fjölskyldum hér af erlendum uppruna og flóttafólki. Af hverju þessi ólíku viðbrögð? Er þá ekki sama hvaðan gott kemur? Má hægri kona ekki taka upp þessi mál? Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem taka þessi málefni eins oft upp og ég, ekki síst þróunarsamvinnu.“ Diljá segir mikið hafa verið lagt upp úr því í hennar uppbeldi að hlusta á fólk og reyna að skilja það. „Ég vil ekki hvetja Maríu til samtals við fólk af ákveðnum húðlit eins og hún gerir svo ósmekklega í sínum skrifum. En María ætti e.t.v. að eiga samtöl við fleiri en vinahópa í útvöldum hverfum í Reykjavík. Umfram allt held ég þó að María ætti að temja sér að hlusta meira.“
Kynferðisofbeldi Sjálfstæðisflokkurinn Innflytjendamál Mannréttindi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira