Samgöngur - Ekki eftir neinu að bíða Hafsteinn Gunnarsson skrifar 20. júlí 2024 09:32 Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar