Golf

Lowry leiðir eftir annan hring á meðan Woods og McIl­roy eru úr leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Shane Lowry hefur sjaldan eða aldrei spilað betur.
Shane Lowry hefur sjaldan eða aldrei spilað betur. Pedro Salado/Getty Images

Hinn írski Shane Lowry leiðir á Opna meistaramótinu í golfi. Bæði hann og Daniel Brown frá Englandi héldu uppi góðri spilamennsku í dag þegar annar hringur mótsins fór fram. Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Lowry lék annan hring mótsins, sem fram fer á hinum konunglega Troon-vellin í Skotlandi, á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Það þýðir að Lowry er á samtals sjö höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu tveimur mönnum.

Brown, sem leiddi eftir fyrsta hring, er í 2. sæti ásamt samlanda sínum Justin Rose á fimm höggum undir pari. Þar á eftir kemur efsti maður heimslistans Scottie Scheffler á tveimur höggum undir pari.

Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar á mótinu og komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Þeir eru því úr leik.

Opna heldur áfram á morgun og hefst útsending frá mótinu klukkan 09.00 á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×