Lowry leiðir eftir annan hring á meðan Woods og McIlroy eru úr leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2024 22:00 Shane Lowry hefur sjaldan eða aldrei spilað betur. Pedro Salado/Getty Images Hinn írski Shane Lowry leiðir á Opna meistaramótinu í golfi. Bæði hann og Daniel Brown frá Englandi héldu uppi góðri spilamennsku í dag þegar annar hringur mótsins fór fram. Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Lowry lék annan hring mótsins, sem fram fer á hinum konunglega Troon-vellin í Skotlandi, á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Það þýðir að Lowry er á samtals sjö höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu tveimur mönnum. Shane leads at halfway. The 152nd Open continues tomorrow. pic.twitter.com/cijAfIJZa2— The Open (@TheOpen) July 19, 2024 Brown, sem leiddi eftir fyrsta hring, er í 2. sæti ásamt samlanda sínum Justin Rose á fimm höggum undir pari. Þar á eftir kemur efsti maður heimslistans Scottie Scheffler á tveimur höggum undir pari. Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar á mótinu og komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Þeir eru því úr leik. A fighter until the end.Rory McIlroy holes out from the bunker on the 14th. pic.twitter.com/gjhfQTB1Z9— The Open (@TheOpen) July 19, 2024 Opna heldur áfram á morgun og hefst útsending frá mótinu klukkan 09.00 á Stöð 2 Sport 4. Golf Opna breska Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lowry lék annan hring mótsins, sem fram fer á hinum konunglega Troon-vellin í Skotlandi, á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Það þýðir að Lowry er á samtals sjö höggum undir pari, tveimur höggum á undan næstu tveimur mönnum. Shane leads at halfway. The 152nd Open continues tomorrow. pic.twitter.com/cijAfIJZa2— The Open (@TheOpen) July 19, 2024 Brown, sem leiddi eftir fyrsta hring, er í 2. sæti ásamt samlanda sínum Justin Rose á fimm höggum undir pari. Þar á eftir kemur efsti maður heimslistans Scottie Scheffler á tveimur höggum undir pari. Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar á mótinu og komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Þeir eru því úr leik. A fighter until the end.Rory McIlroy holes out from the bunker on the 14th. pic.twitter.com/gjhfQTB1Z9— The Open (@TheOpen) July 19, 2024 Opna heldur áfram á morgun og hefst útsending frá mótinu klukkan 09.00 á Stöð 2 Sport 4.
Golf Opna breska Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira