Fótbolti

Stefán Ingi mættur til Sandefjord

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íþróttastjóri Sandefjord, Espen Bugge, og Stefán Ingi.
Íþróttastjóri Sandefjord, Espen Bugge, og Stefán Ingi. Sandefjord

Norska efstu deildarliðið Sandefjord hefur staðfest komu framherjans Stefáns Inga Sigurðarsonar. Hann skrifar undir samning til ársins 2027.

Fyrir rúmlega ári síðan gekk Stefán Ingi í raðir Patro Eisden sem spilaði í B-deildinni í Belgíu. Framan af sumri hafði hann raðað inn mörkum fyrir Breiðablik og töldu spekingar að markamet efstu deildar væri í hættu.

Hjá Patro Eisden spilaði hann 27 leiki, skoraði tíu mörk og gaf eina stoðsendingu. Hann hefur nú ákveðið að færa sig um set og hefur samið við Sandefjord sem situr á botni efstu deildar í Noregi.

Á vefsíðu norska félagsins segir Stefán Ingi að hugmyndafræði og leikstíll Sandefjord henti honum vel.

Í frétt Fótbolti.net um vistaskiptin segir að Strömsgodset frá Noregi og Halmstad frá Svíþjóð hafi bæði viljað fá framherjann en hanni hafi ákveðið að Sandefjord væri rétta liðið fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×