Umræða um ábyrgð starfsfólks MAST eigi ekki rétt á sér Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 16:56 Bjarkey er hvorki sátt við hjásetu Jóns né það sem hann sagði þegar hann gerði grein fyrir henni. Vísir/Arnar Matvælaráðherra segir umræðu um persónulega ábyrgð starfsfólks Matvælastofnunar á veitingu rekstrarleyfis til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi ekki eiga rétt á sér. Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Erlent Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Erlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Erlent Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Innlent Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Erlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Innlent Fleiri fréttir Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Segir lögin skipta máli en líka mannúð „Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Bjarni segir brottvísunina standa „Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Læknir hafi metið Yazan flugfæran Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður „Við viljum þetta ekki“ Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Leitin að Illes bar ekki árangur í nótt Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Sigríður áfram ríkislögreglustjóri Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Leita manns við Vík í Mýrdal Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið „Við berum ekki þeirra sorg“ Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Vilja ná tali af manni sem ekki hefur spurst til síðan í ágúst Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Sjá meira
Á dögunum veitti Matvælastofnun Arnarlaxi umdeilt leyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Meðal þess sem hefur verið harðlega gagnrýnt í tengslum við leyfisveitinguna er að svo virðist sem hún hafi verið í trássi við öryggi sjófarenda og vilja Samgöngustofu. Fjöldi einstaklinga og samtaka hefur lagt fram kæru á hendur Matvælastofnun – MAST – vegna útgáfu á rekstrarleyfi til fiskeldis í Óshlíð, Drangsvík og Eyjahlíð sem dagsett er 13. júlí til Arnarlax. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir í færslu á Facebook að mikilvægt að allar ákvarðanir standist skoðun. Umræðan um þessa tilteknu ákvörðun hafi þó ekki aðeins staðið um efni málsins heldur um persónulega ábyrgð starfsfólks stofnunarinnar. Í takt við þróun erlendis Bjarkey segir að þetta sé í takt við þá þróun sem sést hafi víða erlendis þar sem starfsfólk opinberra stofnanna sé dregið inn í umræðuna í nafni persónulegrar ábyrgðar gagnvart ákvörðunum þeirra stofnanna sem þau starfa fyrir. Meðal þeirra sem velt hafa upp persónulegri ábyrgð starfsfólks MAST er Jón Kaldal hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Full ástæða er til að velta fyrir sér persónulegri ábyrgð starfsmanna MAST, sem tóku þessa ákvörðun og skrifa undir leyfið, ef slys verða vegna staðsetninga sjókvíanna á siglingaleiðum þar sem Samgöngustofa segir að þær megi ekki vera. Stofnanir hafa ekki sjálfstæðan vilja. Það er fólk sem stýrir þeim og hlýtur að þurfa að bera ábyrgð á afleiðingum verka sinna,“ sagði hann í samtali við Vísi á dögunum. Starfsfólk sé jafnvel nafngreint Bjarkey segir að starfsfólk stofnana sé jafnvel nafngreint, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess og þar með þeirra verkefna sem það sinnir hverju sinni. „Á þennan hátt er nú vegið að starfsheiðri starfsfólks undirstofnunar matvælaráðuneytisins.“ Þetta segir Bjarkey „geigvænlega þróun“, sem sé til þess fallin að skapa farveg fyrir óábyrga umræðu þar sem óstaðfestar fullyrðingar um meint óheilindi starfsfólks grasseri og grafi undan trausti til opinberra stofnana og trausti í samfélaginu. „Þau sem taka sér það ábyrgðarhlutverk að berjast fyrir hagsmunum almennings og veita hinu opinbera aðhald þurfa að fara með þá ábyrgð af kostgæfni. Í því felst að beina sjónum sínum að stjórnvöldum, að stofnunum og efni málsins en ekki að starfsfólki enda er ekkert sem gefur tilefni til tortryggni í garð starfsfólks Matvælastofnunar. Sú umræða á einfaldlega ekki rétt á sér.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lífvarðaþjónustan segist meðvituð um tíst Musk um Biden og Harris Erlent Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent „Ég er nauðgari eins og hinir mennirnir hér inni“ Erlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Erlent Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Innlent Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Erlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Innlent Fleiri fréttir Vandræðalegt að fylgjast með svörum ráðherra Segir lögin skipta máli en líka mannúð „Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Brottvísun Yazans mótmælt á meðan ráðherrar funda Segir Vinstri græn hafa þröngvað Guðrúnu til lögbrots Bjarni segir brottvísunina standa „Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Læknir hafi metið Yazan flugfæran Yazan mjög verkjaður og faðir hans brákaður „Við viljum þetta ekki“ Notuðu sönginn til að mótmæla vegna Yazan Leitin að Illes bar ekki árangur í nótt Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Sigríður áfram ríkislögreglustjóri Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Leita manns við Vík í Mýrdal Samstarfið við Braathen bjó til Loftleiðaævintýrið „Við berum ekki þeirra sorg“ Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Harmleikur á Krýsuvíkurvegi og harkalegar aðgerðir lögreglu Vilja ná tali af manni sem ekki hefur spurst til síðan í ágúst Landspítalinn telur heimildir lögreglu ekki hafnar yfir allan vafa Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Sjá meira