Sýndu Adam áhuga í eitt ár: „Stefnt að þessu síðan ég var lítill krakki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 11:31 Adam Ægir Pálsson lék alls 45 deildar- og bikarleiki með Val og skoraði ellefu mörk vísir/diego Ítalska C-deildarliðið Perugia hefur landað Adam Ægi Pálssyni, um ári eftir að hafa fyrst sýnt honum áhuga. Leikmaðurinn er hæstánægður með að hefja atvinnumannaferilinn hjá jafn stóru félagi og Perugia. Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu. Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira
Adam skrifaði í morgun undir lánssamning við Perugia. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið undanfarin tvö tímabil. „Þeir sýndu fyrst áhuga í ágúst í fyrra en svo kom þetta aftur upp fyrir 1-2 mánuðum. Það var smá vesen milli félaganna en Valur vildi hjálpa mér að elta drauminn og ég er mjög þakklátur þeim,“ sagði Adam í samtali við Vísi eftir að hafa skrifað undir hjá Perugia í dag. Eins og Seriu A félag Á síðasta tímabili endaði Perugia í 4. sæti B-riðils C-deildarinnar á Ítalíu. En félagið stefnir hærra. „Þetta er sögufrægt félag. Meðal leikmanna sem hafa spilað þarna eru Gennaro Gattuso, Paolo Rossi, Fabio Grosso og Marco Materazzi. Þetta er risastórt félag sem stefnir upp í B-deildina þar sem þeir léku á þarsíðasta tímabili,“ sagði Adam. Perugia féll úr Seriu B í fyrra.getty/Giuseppe Bellini „Þeir eru með 25 þúsund manna völl og þetta er í raun og veru Seriu A umgjörð í Seriu C. Allt í kringum þetta er stórt.“ Perugia, sem er frá Úmbríu-héraði í miðri Ítalíu, lék síðast í ítölsku úrvalsdeildinni tímabilið 2003-04 en undanfarin tuttugu ár hefur liðið flakkað milli Seriu B og C. Þakklátur fyrir tækifærið Adam er fullur tilhlökkunar að byrja að spila með Perugia. „Ég get ekki beðið eftir að sýna mig og sanna. Við eigum leik við Roma eftir 2-3 vikur og ég hlakka mikið til,“ sagði Adam. „Ég er búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki. Þetta hefur verið draumurinn og ég er þakklátur að tækifærið sé komið núna.“ Auk Vals hefur Adam leikið með Keflavík, Víkingi, Víði og Selfossi hér á landi.vísir/diego Adam lék sem fyrr sagði með Val um tveggja ára skeið. Hann ber gamla félaginu sínu vel söguna og segist standa í þakkarskuld við það. „Ég er þakklátur Val fyrir að leyfa mér að elta drauminn minn. Þeir vildu ekki missa mig en leyfðu mér samt að grípa þetta tækifæri,“ sagði Adam að endingu.
Ítalski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Sjá meira