Sprengja sprakk í Leifsstöð: „Einhvers konar víti“ Árni Sæberg og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 18. júlí 2024 16:54 Sprengingin varð í brottfararsal flugvallarins. Vísir/Vilhelm Minniháttar sprenging varð á salerni í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag. Einn starfsmaður flugstöðvarinnar hlaut minniháttar áverka en þurfti ekki að leita sér læknisaðstoðar. Þetta staðfestir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Greint var frá málinu á mbl.is. Uppfært 18:10 Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að starfsmaður sem var við vinnu, hafi veitt litlum hlut athygli sem hann fjarlægði með töng. Við það hafi hluturinn sprungið, og starfsmaðurinn hlotið minniháttar meiðsli á fingrum. Engar upplýsingar liggi fyrir hvorki um það hver hafi verið þarna að verki, né um tilganginn. Vettvangsvinna sé enn í gangi og ljúki á næsta klukkutímanum. Ekki alveg ljóst hvers konar sprengju er um að ræða Bjarney segir að fyrstu fregnir af vettvangi hermi að um „einhvers konar víti“ hafi verið um að ræða. Víti eru heimatilbúnar sprengjur sem útbúnar eru úr flugeldum. Bjarney segir þó að það hafi ekki fengist staðfest um hvers konar sprengju hafi verið að ræða. Lögregla hafi viðhaft töluvert viðbragð vegna málsins en búið sé að draga úr því. Sprengjusveit Ríkislögreglustjóra sé á vettvangi. Skoða upptökur úr myndavélum Nú sé aðeins unnið að því að tryggja öryggi en rannsókn á málinu sé ekki hafin. Fljótlega verði farið í að skoða umgang um svæðið, sem er brottfarasalur fyrir öryggisleit, og reyna að hafa uppi á þeim sem er ábyrgur. Nóg sé af öryggismyndavélum í flugstöðinni, þó ekki inni á salerninu og því gæti reynst erfitt að hafa uppi á þeim seka. Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira
Þetta staðfestir Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. Greint var frá málinu á mbl.is. Uppfært 18:10 Í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að starfsmaður sem var við vinnu, hafi veitt litlum hlut athygli sem hann fjarlægði með töng. Við það hafi hluturinn sprungið, og starfsmaðurinn hlotið minniháttar meiðsli á fingrum. Engar upplýsingar liggi fyrir hvorki um það hver hafi verið þarna að verki, né um tilganginn. Vettvangsvinna sé enn í gangi og ljúki á næsta klukkutímanum. Ekki alveg ljóst hvers konar sprengju er um að ræða Bjarney segir að fyrstu fregnir af vettvangi hermi að um „einhvers konar víti“ hafi verið um að ræða. Víti eru heimatilbúnar sprengjur sem útbúnar eru úr flugeldum. Bjarney segir þó að það hafi ekki fengist staðfest um hvers konar sprengju hafi verið að ræða. Lögregla hafi viðhaft töluvert viðbragð vegna málsins en búið sé að draga úr því. Sprengjusveit Ríkislögreglustjóra sé á vettvangi. Skoða upptökur úr myndavélum Nú sé aðeins unnið að því að tryggja öryggi en rannsókn á málinu sé ekki hafin. Fljótlega verði farið í að skoða umgang um svæðið, sem er brottfarasalur fyrir öryggisleit, og reyna að hafa uppi á þeim sem er ábyrgur. Nóg sé af öryggismyndavélum í flugstöðinni, þó ekki inni á salerninu og því gæti reynst erfitt að hafa uppi á þeim seka.
Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Sjá meira