Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 13:10 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði.
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira