Dæmdur í fangelsi á grundvelli úrelts sakavottorðs Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:03 Dómurinn sem verður tekinn upp að nýju var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands, sem er til húsa á Borgarnesi. Vísir/Vilhelm Endurupptökudómur hefur fallist á endurupptökukröfu karlmanns sem hlaut þrjátíu daga fangelsisdóm fyrir umferðarlagabrot. Við ákvörðun refsingar hans var tekið mið af sakavottorði sem útbúið hafði verið áður en Landsréttur sneri við dómi yfir honum. Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023. Dómsmál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Í úrskurði Endurupptökudóms segir að maðurinn hafi verið sakfelldur með dómi Héraðsdóms Vesturlands fyrir umferðarlagabrot. Hann hafi ekið bifreið sviptur ökuréttindum og óhæfur til að stjórna bifreið sökum áhrifa kannabiss um Snæfellsnesveg við Straumfjarðará í Eyja- og Miklaholtshreppi. Í dóminum komi fram að með brotum sínum hefði maðurinn í þriðja sinn gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna. Að virtum sakaferli hans væri refsing hæfilega ákveðin fangelsi í þrjátíu daga. Enn fremur hafi hann verið sviptur ökurétti ævilangt. Byggt á dómi sem hafði verið ógiltur Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi byggt málatilbúnað sinn á því að héraðsdómur hafi verið bersýnilega rangur sökum þess að gamalt sakavottorð hafi verið lagt fyrir dóminn. Í dóminum hafi hann verið talinn hafa gerst sekur um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna í þriðja sinn og meðal annars vísað til dóms Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. nóvember 2022. Þegar málið, sem krafist væri endurupptöku á, hafi verið dómtekið 12. desember 2023 hafi Landsréttur aftur á móti með dómi sínum 8. desember 2023 verið búinn að ómerkja hinn tilvitnaða dóm og leggja fyrir héraðsdómara að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Hafi síðastnefndur dómur ekki átt að hafa ítrekunaráhrif og því hafi sú niðurstaða að um þriðja brot mannsins væri að ræða byggst á röngum forsendum og refsing ákveðin of þung. Hefði rétt sakavottorð legið fyrir hefði niðurstaðan orðið önnur. Hafi því ekki verið skilyrði til að dæma manninn til að sæta fangelsi í þrjátíu daga fangelsi, enda eingöngu um að ræða annað brot. Ríkissaksóknari sammála Í úrskurðinum segir að gagnaðili mannsins í endurupptökumálinu, Ríkissaksóknari, hafi sagt í rökstuðningi sínum að hann telji, með vísan til laga um meðferð sakamála, efni til að verða við beiðni mannsins. í niðurstöðu Endurupptökudóms segir að þótt umferðarlög mæli ekki fyrir um lögbundin ítrekunaráhrif hvað refsingu varðar byggi dómvenja um að litið sé til brotaferils manns við ákvörðun refsingar á hliðstæðum sjónarmiðum um ítrekunaráhrif og þar sem kveðið er á um þau í lögum, eins og meðal annars greinir í fyrri úrskurði Endurupptökudóms. Samkvæmt því og með vísan til rökstuðnings mannsins, en Ríkissaksóknari telji efni til að verða við beiðninni, telji dómurinn að uppfyllt séu skilyrði laga um meðferðs sakamála til að heimila endurupptöku málsins sem dæmt var í Héraðsdóms Vesturlands þann 18. desember 2023.
Dómsmál Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira