Magnús Már Kristjánsson prófessor er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 11:19 Magnús Már Kristjánsson kom víða við á löngum og farsælum fræðimannsferli. Jón Atli Benediktsson Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, lést áttunda júlí síðastliðinn 66 ára að aldri. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð. Andlát Háskólar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð.
Andlát Háskólar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira