Ein af hverjum fimm knattspyrnukonum glíma við átröskun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 11:31 Yfirlæknir leikmannasamtakanna kallar eftir meira eftirliti með andlega þættinum hjá leikmönnum. Getty/Jose Hernandez Ný rannsókn sýnir að það sé mjög algengt að knattspyrnukonur glími við einhvers konar átröskun. Leikmannasamtökin vilja átak í eftirliti með andlegum málefnum leikmanna. Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_) Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_)
Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira