Sport

McIlroy hunsaði Tiger ó­vart í mánuð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiger Woods og Rory McIlroy ræðast við.
Tiger Woods og Rory McIlroy ræðast við. getty/David Cannon

Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy hefur greint frá því að hann hafi óafvitandi hunsað sjálfan Tiger Woods í mánuð.

McIlroy var í kjörstöðu til að vinna Opna bandaríska meistaramótið í síðasta mánuði en fór illa að ráði sínu á lokakaflanum og Bryson Dechambeau tryggði sér sigurinn.

McIlroy fékk stuðning úr ýmsum áttum eftir þennan slæma lokakafla á Opna bandaríska og honum bárust meðal annars skilaboð frá Michael Jordan og Rafael Nadal. Og Tiger. En McIlroy sá þau skilaboð ekki fyrr en í gær.

„Ég breytti símanúmerinu mínu tveimur dögum eftir Opna bandaríska svo ég fékk þau ekki fyrr en hann sagði mér það í dag [í gær],“ sagði McIlroy.

„Svo ég þakkaði bara fyrir mig. En ég hunsaði Tiger Woods sem er ekkert frábært.“

McIlroy hefur ekki unnið risamót í áratug en stefnir á að breyta því á Opna breska sem hefst á morgun. Hann vann mótið 2014 og hefur jafnan verið í toppbaráttunni á því undanfarin ár.

Opna breska meistaramótið hefst á morgun. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum þess á Stöð 2 Sport 4.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×