„Getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. júlí 2024 07:01 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Shamrock Rovers í gær sem þýðir að Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann sagði að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefa eftir leik. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira