„Getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. júlí 2024 07:01 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Shamrock Rovers í gær sem þýðir að Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann sagði að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefa eftir leik. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sjá meira