Logi Bergmann var tekinn Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. júlí 2024 14:24 Logi Bergmann féll á eigin bragði. Hann segist líða eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem starfað hefur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi síðastliðna átján mánuði, féll á eigin bragði þegar vinnufélagar hans ákvaðu að hrekkja hann með skemmtilegri kveðjugjöf á dögunum. Logi greinir frá athæfinu á Facebook. Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024 Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Undanfarið hafa myndir af ferðamönnum á Íslandi með ferðatösku með mynd af andliti Loga birst á samfélagsmiðlum. Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hvaðan þeir hafa fengið myndina. Nú er ljóst að um vinnustaðahrekk var að ræða. Logi Bergmann og ferðataskan umdeilda.Facebook Logi og Svanhildur Hólm eiginkona hans eru að undirbúa brottför til Bandaríkjanna þar sem hún tekur við stöðu Sendiherra Íslands. Þegar Logi mætti í heimsókn í vinnuna tók á móti honum samskonar ferðataska á miðju gólfi sem kveðjugjöf frá vinnufélögum sínum. Logi hefur kennt samstarfsfólki sínu eitt og annað um góða hrekki síðastliðna mánuði. „Tekinn! Síðasta hálfa annað árið hef ég unnið hjá SFS og skemmt mér mjög vel. Skemmtileg vinna og frábærir vinnufélagar. Eins og gengur hef ég aðeins verið að hrekkja þau og reynt að kenna þeim vísindin á bak við góða hrekki. Svo kom að því. Ég kominn í sumarfrí, að undirbúa brottför til Bandaríkjanna, og það fara að birtast á Facebook myndir af furðulegum töskum út um allan bæ. Meira að segja fréttir í fjölmiðlum. Ég er náttúrlega mjög hógvær maður þannig að ég gerði ekki ráð fyrir að töskur með þessari ágætu mynd væru fjöldaframleiddar. Svo fer ég í heimsókn til vina minna í vinnunni og hvað er þar á miðju gólfi annað en þessi helvítis taska! Þau pöntuðu þetta sem kveðjugjöf og ákváðu að búa til skemmtilegan hrekk. Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum. Í mörg ár hef ég haldið fyrirlestra um hrekki á vinnustöðum og þessi verður í næsta fyrirlestri! Það var mikil vinna á bak við þetta, miklar pælingar og í því felst væntumþykja sem ég kann að meta. Stundum er nefnilega fínt að vera tekinn,“ skrifar Logi Bergmann við færsluna. „Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu,“ segir í færslu á samfélagsmiðlinum X á dögunum. Vissi ekki að Logi Bergmann væri geitin í Asíu. pic.twitter.com/8XpkkJZNU2— * Ronni TÜRBO Gonni * (@ronniturbogonni) July 12, 2024
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira