Bandaríkjaforseti hvetur til stillingar og Trump heitir því að sameina landsmenn og jafnvel heimsbyggðina alla, eftir banatilræði við hann á kosningafundi í Pensylvaníu. Flokksþing Repúblikanaflokksins hefst í dag og er Trump þangað mættur.
Forsætisráðherra segir viss kaflaskil í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ekki komi á óvart eftir mikinn hagvöxt og spennutímabil að merki séu að birtast um hægari umsvif í hagkerfinu.
Formaður bifhjólasamtaka Lýðveldisins segir Vegagerðina vera að taka skref í rétta átt til að tryggja öryggi bifhjólafólks á vegum landsins þó að það mætti gerast hraðar.
Þessar og fleiri fréttir verða sagðar í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu tólf.