Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Ritstjórn skrifar 15. júlí 2024 11:03 Kourani er á leiðinni aftur í fangelsi. Vísir Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani var ákærður fyrir að reyna að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Átta ár og 2,25 milljónir króna Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum þann 3. júlí. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp klukkan 11, var Kourani dæmdur í átta ára óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða tveimur brotaþolum samtals 2,25 milljónir króna í miskabætur. Þá ber hann allan sakarkostnað, 4,8 milljónir króna. Ekki fyrsti dómurinn Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Síðan þá hefur hann framið slíkan fjölda brota að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir, umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Í þeim dómi var tekið fram að Kourani hefði þrisvar áður hlotið refsidóm hér á landi. Vararíkissaksóknari getur andað léttar Þá hefur mál Kouranis vakið talverða athygli eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því að Kourani væri sá sem hefði ofsótt hann og fjölskyldu hans um árabil. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi Magnús í færslu á Facebook eftir að greint var frá árásinni í OK Market. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Kourani var ákærður fyrir að reyna að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Átta ár og 2,25 milljónir króna Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum þann 3. júlí. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp klukkan 11, var Kourani dæmdur í átta ára óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða tveimur brotaþolum samtals 2,25 milljónir króna í miskabætur. Þá ber hann allan sakarkostnað, 4,8 milljónir króna. Ekki fyrsti dómurinn Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Síðan þá hefur hann framið slíkan fjölda brota að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir, umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Í þeim dómi var tekið fram að Kourani hefði þrisvar áður hlotið refsidóm hér á landi. Vararíkissaksóknari getur andað léttar Þá hefur mál Kouranis vakið talverða athygli eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því að Kourani væri sá sem hefði ofsótt hann og fjölskyldu hans um árabil. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi Magnús í færslu á Facebook eftir að greint var frá árásinni í OK Market.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira