Við hefjum leik klukkan 09:00 þegar bein útsending frá fyrsta æfingadegi Opna meistaramótsins í golfi hefst á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 13:00 hefst svo bein útsending frá seinni hluta dagsins á sömu rás.
Klukkan 18:00 er svo komið að Matchroom Darts á Vodafone Sport áður en Besta-deild karla í knattspyrnu tekur við klukkan 19:00. Fylkir tekur þá á móti ÍA á Stöð 2 Sport og á Stöð 2 Sport 5 eigast FH og HK við.
Stúkan verður svo á sínum stað þar sem umferðin í Bestu-deildinni verður gerð upp að leikjunum tveimur loknum.
Að lokum er Home Run Derby í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá klukkan 00:00 á miðnætti.