„Myndi skipta á öllu fyrir sigur á EM“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. júlí 2024 21:01 Harry Kane og þjálfarinn Gareth Southgate eru mættir til Berlínar þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Vísir/Getty Harry Kane mun leiða lið Englands til leiks í Berlín á morgun þegar enska liðið mætir Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á ferli sínum. Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira
Úrslitaleiks Englands og Spánar á Evrópumótinu í knattspyrnu annað kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Liðin hafa farið nokkuð ólíka leið í úrslitaleikinn. Spænska liðið hefur verið afar sannfærandi og það besta á mótinu að flestra mati. Englendingar hafa hins vegar fengið töluverða gagnrýni fyrir leiðinlega knattspyrnu á mótinu en eru engu að síður komnir í úrslitaleikinn. Harry Kane er fyrirliði enska liðsins og sá markahæsti í sögu þess. Kane hefur aldrei unnið stóran titil á sínum ferli en á hins vegar fjögur silfurverðlaun í safni sínu. „Þetta er ekkert leyndarmál, ég hef ekki unnið liðstitil og með hverju árinu sem líður verð ég staðráðnari í að breyta því,“ sagði Kane á blaðamannafundi enska liðsins í dag. „Á morgun fæ ég tækifæri til að vinna til einna stærstu verðlauna sem möguleiki er á og skrifa söguna með minni þjóð. Það er engin spurning að ég myndi skipta á öllu sem ég hef gert á ferlinum til að eiga frábært kvöld og vinna annað kvöld.“ „Sé það ekki þannig“ Stuðningsmenn enska landsliðsins hafa beðið óþreyjufullir eftir titli í fjölmörg ár en endað með brostin hjörtu á hverju stórmótinu á fætur öðru. Kane segir að það yrði magnað augnablik fyrir stuðningsmennina ef enska liðið yrði Evrópumeistari á morgun. „Það myndi breyta öllu. Það yrði ótrúlegasta tilfinning sem hægt er að finna sem atvinnumaður í knattspyrnu og ég er viss um að þannig sé það líka fyrir stuðningsmennina. Að eignast þetta augnablik í sögunni og fá tækifæri til að fagna væri ansi sérstakt.“ Enska liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 gegn Ítalíu eftir vítaspyrnukeppni en úrslitaleikurinn fór fram á Wembley í London. „Það var erfitt en nú er hungrið enn meira að sjá til þess að þetta falli okkar megin. Við vitum að þetta verður erfitt kvöld. Eins og þjálfarinn sagði þá mun þetta ráðast á litlum atriðum, við höfum náð þeim rétt hingað til á mótinu. Við munum þurfa þess á morgun og meira til.“ England hefur ekki unnið titil síðan liðið varð heimsmeistari árið 1966 og biðin því orðin ansi löng. Kane er þó ekki á því að pressan sé enn meiri fyrir vikið. „Ég sé það ekki þannig, ég er ótrúlega spenntur að fá tækifærið til að gleðja stóran hóp af fólki, þar á meðal mig sjálfan. Þetta verður mikill bardagi.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjá meira