Franski ráðherrann synti í Signu tveimur vikum fyrir ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:31 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, stakk sér til sunds í Signu í morgun. Getty/Andrea Savoran Margir hafa áhyggjur af bakteríum og óhreinindum í ánni Signu í París en þar mun meðal annars Guðlaug Edda Hannesdóttir keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum í París. Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024 Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira
Það hefur verið bannað að synda í ánni í meira en hundrað ár en í tilefni af Ólympíuleikunum í París þá ákváðu borgaryfirvöld að hreinsa ánna sem hefur bæði tekið mikinn tíma og kostað mikla peninga. Umræðan að undanförnu hefur þó verið um það að mælingar sýni enn hættulegan fjölda sýkla og baktería í ánni. Mælingar á E. coli bakteríunni voru þannig lang yfir mörkum fyrir stuttu. Promesse tenue ! 🏊Avec @AHanquinquant, notre champion paralympique de triathlon, qui fêtait son rôle de porte-drapeau à Paris 2024 ! 🇫🇷 pic.twitter.com/SsJYaWwhSS— Amélie Oudéa-Castéra (@AOC1978) July 13, 2024 Amelie Oudea-Castera, Íþróttamálaráðherra Frakka, vildi sannfæra fólk um að áin væri hrein og hættulaus með því að stinga sér sjálf til sunds. Oudea-Castera synti því í ánni Signu í morgun, tveimur vikum áður en Ólympíuleikarnir verða settir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur einnig lofað því að synda í ánni. Setningarhátíð Ólympíuleikanna fer fram á ánni en ekki á Ólympíuleikvanginum. Þátttakendur á leikunum munu þá sigla á bátum eftir ánni og þar á meðal verða þau fimm sem keppa fyrir hönd Íslands. Það hefur kostað 1,4 milljarða evra, 225 milljarða íslenskra króna, að hreinsa ánna en í verkefninu hefur skolpkerfið í París verið endurnýjað og áin látin renna í gegnum hreinsistöðvar áður en hún rennur í gegnum miðja París. Frá sumrinu 2025 má almenningur síðan synda aftur í ánni en það hefur af heilsufarástæðum verið bannað í meira en heild öld eða síðan 1923. La baignade d'Amélie Oudéa-Castéra dans la Seine, c'est mieux avec le son 🔊 pic.twitter.com/JIWlvcvmUq— Bernard-Henri Béry (@BH_Bery) July 13, 2024
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Þríþraut Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Sjá meira