„Biden á langa sögu af mismælum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 23:48 Vísir/Vilhelm Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira