„Fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:05 Sveindís Jane Jónsdóttir var í skýjunum eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Vísir/Anton Brink Ísland vann ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi. Ísland hefur því tryggt sér inn á EM 2025 í Sviss. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, fór á kostum og kom að öllum mörkum leiksins. „Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum. EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
„Það er ómögulegt að lýsa þessu. Ég fann það fyrir leik að það væri eitthvað klikkað að fara að gerast. Þetta var sögulegur sigur fyrir okkur og 3-0 sigur gegn Þýskalandi var frábært,“ sagði Sveindís í skýjunum eftir leik. Ísland byrjaði af krafti og Sveindís fékk gott færi eftir tæpa mínútu og heimakonur voru komnar yfir eftir innan við korter. „Þetta sýndi hvernig við ætluðum að byrja leikinn. Við komumst yfir og ég vil óska Ingibjörgu [Sigurðardóttur] til hamingju með fyrsta landsliðsmarkið sitt. Við vorum 1-0 yfir í hálfleik og það var geðveikt að þeim hafi ekki tekist að skora í fyrri hálfleik sem gaf okkur aukakraft.“ Sveindís Jane fór á kostum í dag og kom að öllum mörkum Íslands. Sveindís lagði upp fyrstu tvö mörkin og skoraði þriðja markið. „Þetta var geðveikt. Ég er ótrúlega sátt með þetta allt. Þetta var risaleikur gegn Þýskalandi og að hafa tekist að vinna hann 3-0 var ótrúlega vel gert. Auðvitað vill ég koma að eins mörgum mörkum og ég get og í dag voru það þrjú mörk. Ég fékk smá gjöf undir lokin frá varnarmanni Þýskalands sem gaf mér þriðja markið og þá gátum við andað léttar.“ Þýskaland var hársbreidd frá því að minnka muninn í stöðunni 2-0 en Glódís Perla Viggósdóttir bjargaði á línu. „Það er engin svona nema Glódís hún bjargaði bara með hjólhestaspyrnu og þetta var risa björgun. Hefðu þær skorað á þessum tímapunkti þá hefðu þær fengið meiri orku og mögulega jafnað leikinn. En þetta gerði mikið fyrir okkur og þetta var eins og að skora mark.“ Símamótið er í fullum gangi og ungar fótboltastelpur fjölmenntu á völlinn og létu vel í sér heyra. Sveindís var mjög ánægð með stuðninginn sem liðið fékk í dag. „Við unnum Þýskaland 3-0 með þennan stuðning og það segir bara hversu mikilvægt það er fyrir okkur að fá svona marga á völlinn. Ég vil hvetja alla til þess að mæta á næsta leik hjá okkur á Laugardalsvelli því það gefur okkur mjög mikið.“ Næsti leikur Íslands er gegn Póllandi á þriðjudaginn og Sveindís tók undir að það væri þægilegra að spila þann leik eftir að liðið hefur tryggt sér farseðilinn á EM 2025. „Við viljum vinna þann leik líka og fagna einhverju þá. Við viljum vinna og enda þetta vel. Við erum búnar að vera á fullu inni í klefa að fagna,“ sagði Sveindís afar ánægð að lokum.
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvenna Alberts og allt trylltist Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira