Blaðamannafundur Þorsteins: Erum ein af topp átta þjóðum í Evrópu Árni Jóhannsson skrifar 12. júlí 2024 19:30 Þorsteinn var mjög ánægður skiljanlega í leikslok. Vísir / Anton Brink Þorsteinn Halldórsson þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu kom sigurreifur á blaðamannafund eftir frækinn sigur Íslands á Þýskalandi 3-0. Sigurinn tryggir Íslandi farseðilinn á EM 2025 í Sviss sem eitt af átta þjóðum sem fara beint á mótið. Þorsteinn sagðist vera ánægðastur með sigurinn í dag þegar hann var spurður að því hvað hann væri ánægðastur með. Hann sagði að það væru ekki öll lið sem næðu að vinna Þýskaland 3-0 og kvaðst hann mjög stoltur af liðinu sínu. Hann gat ekki lýst tilfinningunni þegar Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið en hann sagði að hún hefði verið mjög góð. Hann var spurður að því hver hugmyndin hafði verið með því að breyta liðinu byrjunarliðinu eins og hann gerði fyrir leik. „Í raun og veru var hugmyndin mjög einföld. Ég var að hugsa um að við ættum tvo leiki og fjóra leikmenn á gulu spjaldi og þar á meðal Guðrúni og Hlín. Ég var að hugsa um báða bakverðina mína sem voru báðar á spjaldi. Ég myndi þá leysa það með því að Natasha myndi spila báða leikina í vinstri bakverði ef önnur hvor, Guðrún eða Guðný myndu fara í bann í þessum leik. Ég hugsaði það síðan að ég þyrfti á Hlín að halda í seinni leiknum. Hún er búin að vera sjóðandi í sænsku deildinni og ég taldi það að hún yrði mikilvægur hlekkur í seinni leiknum og hún var á gulu spjaldi líka. Ég var með varnaglann á því að við værum að fara í úrslitaleik á móti Póllandi.“ „Natasha var alveg frábær og gerði allt sem hún átti að gera. Hún var alltaf partur af hópnum þegar hún meiðist en kemur aftur inn í þetta núna þegar hún er orðin heil og stóð sig frábærlega. Ég er í raun og veru stoltur af öllu liðinu fyrir vinnuframlagið þeirra og hvað þær lögðu í þetta.“ Stærsti sigurinn Þorsteinn var spurður að því hvort þetta hafi verið stærsti sigurinn á hans ferli. „Þetta er náttúrlega stærsti sigurinn. Ég veit ekki hverjir hafa unnið Þýskaland 3-0 og bara frábært að vinna leikinn. Við vinnum leikinn og komum okkur beint á EM og erum ein af átta þjóðum sem koma sér beint á EM. Það er afrek, risa afrek fyrir kvenna knattspyrnuna, því hin leiðin er erfið. Við hefðum getað lent á móti Englandi eða Svíþjóð eftir því hvernig riðillinn hjá þeim hefði þróast. Það var ekki það sem við vildum og ætluðum okkur þessa leið.“ „Við vissum það hinsvegar að úrslitaleikirnir yrðu á móti Austurríki og að við yrðum að vinna Pólland úti. Það var þannig séð að ég lagði þetta upp þannig að við myndum vinna Þýskaland en vorum með varnaglann að geta unnið Þýskaland. Stelpurnar eiga skilið þennan áhorfendafjölda Þorsteinn taldi að aðstæðurnar hefðu verið draumaaðstæður og að Þjóðverjarnir hefðu átt í talsverðu brasi með vindinn. Hann sneri tali sínu síðan að áhorfendafjöldanum en 5243 lögðu leið sína á völlinn í dag og studdu liðið allan tímann. „Það er frábært að hafa alla þessa stuðningsmenn. Svona á þetta að vera, þessi fjöldi áhorfenda á að vera á þessum leikjum. Við erum eitt af topp átta liðunum í Evrópu og það er bara afrek í fótbolta. Það kemur náttúrlega meiri stemmning með meiri fjölda og meiri læti.“ Þorsteinn var spurður að því hvort hann væri að gera sér grein fyrir því að þetta gæti verið stærsti sigurinn í sögu landsliðsins og að hann væri þjálfarinn. Hann kvaðst vera stoltur að því en sagði að hann myndi kannski meira njóta þess í ellinni. Hann sagði einnig að það væri líklegt að hann myndi horfa til baka og vera stoltur af þessum leik og stoltur af stelpunum. Hvað hafði breyst á milli leikjanna gegn Þýskalandi? „Það er bara þróun í liðinu. Leikurinn gegn Þýskalandi úti var fínn fyrsta hálftímann og við gerðum góða hluti þar og vorum að valda þeim vandræðum en svo herjuðu þær á okkur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við gerum og hafa trú á okkur inn á vellinum og njóta þess að spila.“ Hjálpar að eiga leikmenn í bestu deildunum Þorsteinn taldi það náttúrlega hjálpa landsliðinu að vera með stelpur í sterkustu deildunum í Evrópu. „Það er náttúrlega tröppugangur í þessu. Leikmenn taka skref á sínum ferli og það hjálpar okkur alltaf þegar leikmenn eru að taka skref upp á við. Það kemur líka inn í landsliðið þegar leikmenn eru að taka skref fram á við og fara í betri deildir þá hjálpar það okkur alltaf. Verkefni næstu sólarhringa Í lokin var Þorsteinn spurður að því hvernig hann ætlaði að koma stelpunum niður á jörðina fyrir næsta verkefni sem verður á þriðjudaginn gegn Póllandi og hvort það væri ekki erfitt að byrja ekki að hugsa um Sviss á næsta ári. „Það er verkefni næstu sólarhringa að koma þeim niður á jörðina. Við verðum hérna heima á morgun og förum ekki út fyrr en á sunnudaginn. Það er æfing og fundur í fyrramálið en svo fá þær gott frí og þurfa ekki að mæta á hótelið fyrr en um kvöldið. Þær geta því að njóta tíma með fjölskyldunni og njóta þess að vera til. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn komi sér ekki niður á jörðina og við þurfum á því að halda að koma þeim niður á jörðina. Það má líka nota þetta því þú hefur blússandi sjálfstraust eftir þetta.“ „Þetta er svona beggja blands hvernig þú ætlar að nálgast þetta. Ég er svo að fara að hitta Davíð Snorra sem horfði á Austurríki-Pólland. Ég fæ mér örugglega eitthvað gott með því í kvöld. Fundur í fyrramálið og svo förum við yfir það hvernig við tökum á Póllandi á þriðjudaginn.“ „Það er örugglega erfitt já að fara ekki strax að hugsa um Sviss á næsta ári. Það er frábær tilhugsun að vera að fara til Sviss og vera gera sér grein fyrir því að við höfum náð markmiðum okkar þegar dregið var í riðilinn. Það er stórkostleg tilfinning að vera kominn á mótið og að það er ár í þetta. Við fáum ágætis undirbúning, æfingarleiki í haust og svo Þjóðardeildina næsta vor. Fáum fullt af leikjum og þetta er mjög góð tilhugsun.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 Myndasyrpa úr sögulegum sigri Íslands gegn Þýskalandi Ísland vann hreint ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð, sem fer fram í Sviss á næsta ári. 12. júlí 2024 18:51 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Þorsteinn sagðist vera ánægðastur með sigurinn í dag þegar hann var spurður að því hvað hann væri ánægðastur með. Hann sagði að það væru ekki öll lið sem næðu að vinna Þýskaland 3-0 og kvaðst hann mjög stoltur af liðinu sínu. Hann gat ekki lýst tilfinningunni þegar Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði þriðja markið en hann sagði að hún hefði verið mjög góð. Hann var spurður að því hver hugmyndin hafði verið með því að breyta liðinu byrjunarliðinu eins og hann gerði fyrir leik. „Í raun og veru var hugmyndin mjög einföld. Ég var að hugsa um að við ættum tvo leiki og fjóra leikmenn á gulu spjaldi og þar á meðal Guðrúni og Hlín. Ég var að hugsa um báða bakverðina mína sem voru báðar á spjaldi. Ég myndi þá leysa það með því að Natasha myndi spila báða leikina í vinstri bakverði ef önnur hvor, Guðrún eða Guðný myndu fara í bann í þessum leik. Ég hugsaði það síðan að ég þyrfti á Hlín að halda í seinni leiknum. Hún er búin að vera sjóðandi í sænsku deildinni og ég taldi það að hún yrði mikilvægur hlekkur í seinni leiknum og hún var á gulu spjaldi líka. Ég var með varnaglann á því að við værum að fara í úrslitaleik á móti Póllandi.“ „Natasha var alveg frábær og gerði allt sem hún átti að gera. Hún var alltaf partur af hópnum þegar hún meiðist en kemur aftur inn í þetta núna þegar hún er orðin heil og stóð sig frábærlega. Ég er í raun og veru stoltur af öllu liðinu fyrir vinnuframlagið þeirra og hvað þær lögðu í þetta.“ Stærsti sigurinn Þorsteinn var spurður að því hvort þetta hafi verið stærsti sigurinn á hans ferli. „Þetta er náttúrlega stærsti sigurinn. Ég veit ekki hverjir hafa unnið Þýskaland 3-0 og bara frábært að vinna leikinn. Við vinnum leikinn og komum okkur beint á EM og erum ein af átta þjóðum sem koma sér beint á EM. Það er afrek, risa afrek fyrir kvenna knattspyrnuna, því hin leiðin er erfið. Við hefðum getað lent á móti Englandi eða Svíþjóð eftir því hvernig riðillinn hjá þeim hefði þróast. Það var ekki það sem við vildum og ætluðum okkur þessa leið.“ „Við vissum það hinsvegar að úrslitaleikirnir yrðu á móti Austurríki og að við yrðum að vinna Pólland úti. Það var þannig séð að ég lagði þetta upp þannig að við myndum vinna Þýskaland en vorum með varnaglann að geta unnið Þýskaland. Stelpurnar eiga skilið þennan áhorfendafjölda Þorsteinn taldi að aðstæðurnar hefðu verið draumaaðstæður og að Þjóðverjarnir hefðu átt í talsverðu brasi með vindinn. Hann sneri tali sínu síðan að áhorfendafjöldanum en 5243 lögðu leið sína á völlinn í dag og studdu liðið allan tímann. „Það er frábært að hafa alla þessa stuðningsmenn. Svona á þetta að vera, þessi fjöldi áhorfenda á að vera á þessum leikjum. Við erum eitt af topp átta liðunum í Evrópu og það er bara afrek í fótbolta. Það kemur náttúrlega meiri stemmning með meiri fjölda og meiri læti.“ Þorsteinn var spurður að því hvort hann væri að gera sér grein fyrir því að þetta gæti verið stærsti sigurinn í sögu landsliðsins og að hann væri þjálfarinn. Hann kvaðst vera stoltur að því en sagði að hann myndi kannski meira njóta þess í ellinni. Hann sagði einnig að það væri líklegt að hann myndi horfa til baka og vera stoltur af þessum leik og stoltur af stelpunum. Hvað hafði breyst á milli leikjanna gegn Þýskalandi? „Það er bara þróun í liðinu. Leikurinn gegn Þýskalandi úti var fínn fyrsta hálftímann og við gerðum góða hluti þar og vorum að valda þeim vandræðum en svo herjuðu þær á okkur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við gerum og hafa trú á okkur inn á vellinum og njóta þess að spila.“ Hjálpar að eiga leikmenn í bestu deildunum Þorsteinn taldi það náttúrlega hjálpa landsliðinu að vera með stelpur í sterkustu deildunum í Evrópu. „Það er náttúrlega tröppugangur í þessu. Leikmenn taka skref á sínum ferli og það hjálpar okkur alltaf þegar leikmenn eru að taka skref upp á við. Það kemur líka inn í landsliðið þegar leikmenn eru að taka skref fram á við og fara í betri deildir þá hjálpar það okkur alltaf. Verkefni næstu sólarhringa Í lokin var Þorsteinn spurður að því hvernig hann ætlaði að koma stelpunum niður á jörðina fyrir næsta verkefni sem verður á þriðjudaginn gegn Póllandi og hvort það væri ekki erfitt að byrja ekki að hugsa um Sviss á næsta ári. „Það er verkefni næstu sólarhringa að koma þeim niður á jörðina. Við verðum hérna heima á morgun og förum ekki út fyrr en á sunnudaginn. Það er æfing og fundur í fyrramálið en svo fá þær gott frí og þurfa ekki að mæta á hótelið fyrr en um kvöldið. Þær geta því að njóta tíma með fjölskyldunni og njóta þess að vera til. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmenn komi sér ekki niður á jörðina og við þurfum á því að halda að koma þeim niður á jörðina. Það má líka nota þetta því þú hefur blússandi sjálfstraust eftir þetta.“ „Þetta er svona beggja blands hvernig þú ætlar að nálgast þetta. Ég er svo að fara að hitta Davíð Snorra sem horfði á Austurríki-Pólland. Ég fæ mér örugglega eitthvað gott með því í kvöld. Fundur í fyrramálið og svo förum við yfir það hvernig við tökum á Póllandi á þriðjudaginn.“ „Það er örugglega erfitt já að fara ekki strax að hugsa um Sviss á næsta ári. Það er frábær tilhugsun að vera að fara til Sviss og vera gera sér grein fyrir því að við höfum náð markmiðum okkar þegar dregið var í riðilinn. Það er stórkostleg tilfinning að vera kominn á mótið og að það er ár í þetta. Við fáum ágætis undirbúning, æfingarleiki í haust og svo Þjóðardeildina næsta vor. Fáum fullt af leikjum og þetta er mjög góð tilhugsun.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22 Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18 Myndasyrpa úr sögulegum sigri Íslands gegn Þýskalandi Ísland vann hreint ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð, sem fer fram í Sviss á næsta ári. 12. júlí 2024 18:51 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 3-0 | Stelpurnar rúlluðu yfir Þýskaland og eru á leiðinni á EM Ísland vann ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Frammistaða liðsins var stórkostleg og íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er á leiðinni á EM 2025. Uppgjör og viðtöl væntanleg. 12. júlí 2024 18:22
Einkunnir íslenska liðsins | Miðvarðarparið og Sveindís Jane fremstar á meðal annarra flottra frammistaðna Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta léku á als oddi þegar liðið vann stórkostlegan sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 á Laugardalsvelli í dag. Spilamennskan fleytti íslenska liðinu á Evrópumótið og sýndu íslensku leikmennirnir það klárlega í þessum leik að þar á liðið svo sannarlega heima. 12. júlí 2024 18:18
Myndasyrpa úr sögulegum sigri Íslands gegn Þýskalandi Ísland vann hreint ótrúlegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli og tryggði sér sæti á fimmta Evrópumótinu í röð, sem fer fram í Sviss á næsta ári. 12. júlí 2024 18:51