Áminntur fyrir að hóta að afhjúpa meintan fíknivanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 17:01 Lögmaðurinn var áminntur fyrir að hafa sent tölvupóst á sóknaraðilar þar sem hann hótaði, fyrir hönd umbjóðanda síns, að afhjúpa fíknivanda hennar. Getty Lögmaður hefur verið áminntur og látinn greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa hótað að afhjúpa fíknivanda barnsmóður umbjóðanda síns. Í desember 2023 barst úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun lögmanns konu gegn þeim áminnta vegna tölvupósts sem hinn áminnti sendi á lögmann konunnar fyrir hönd umbjóðanda síns. Konan og umbjóðandi hins áminnta voru í sambúð þar til í september þess sama árs. Konan segir sambúðina hafa einkennst af miklu andlegu ofbeldi af hálfu umbjóðanda varnaraðilans í garð konunnar. Úrskurðurinn var kveðinn upp fimmtudaginn 27. júní síðastliðinn. Ljóst að hún geti ekki umgengst börnin sín Í kjölfar sambúðarslitanna flutti umbjóðandi hins áminnta út af heimilinu og sömdu aðilar sín á milli um umgengni barna þeirra tveggja á meðan gengið væri frá fjárskiptum og samkomulagi um umgengni. Þann 24. september 2023 barst konunni tölvupóst með tillögu að samkomulagi um sambúðarslit. Í honum er lagt til að verðmæti sameiginlegrar fasteignar þeirra verði skipt jafnt á milli þeirra og svo að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili hjá umbjóðanda hins áminnta. Hins vegar var það lagt til að umgengni konunnar við börnin hefjist eftir að hún hafi lokið vímuefnameðferð. „Ef ekki sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann að óska eftir breytingu á forsjá barnanna hjá sýslumanni þar sem hann mun fara fram á fulla forsjá. Það þarf vart að taka það fram að umbjóðandi minn er þá nauðbeygður til að leggja fram þau gögn sem hann hefur undir höndum varðandi vímuefnavanda þinn, svo sem hljóðupptökur, útprentanir af heilsuveru og frá apótekum,“ segir í tölvupóstinum „Þá sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann til að tryggja öryggi barnanna en að tilkynna málið til barnaverndarþjónustu Reykjavíkur og einnig á vinnustað þinn, enda ljóst að ekki er verjandi að þú umgangist börnin né annist um sjúklinga á vinnustað þínum í núverandi ástandi,“ segir jafnframt. Ummælin síst til þess fallinn að finna lausn Konan segir í kvörtuninni að hinn áminnti hafi vakið upp ótta hjá henni og komið henni í uppnám og verið síst til þess fallinn að finna lausn fyrir umbjóðanda hans. Þvert á móti hafi hann valdið enn meira fjaðrafoki en var fyrir. Hinn áminnti segir umbjóðanda sinn hafa sýnt sér hljóð- og myndbandsupptökur sem og útprentanir af heilsuveru sem hafi stutt fullyrðingar umbjóðanans um vímuefnavanda konunnar. Síðar hafi komið í ljós að ásakanirnar hafi ekki verið úr lausu lofti gripnar enda hafi Landlæknir fellt niður starfsleyfi konunnar í kjölfar ábendingar umbjóðanda varnaraðila. Konan segir þó í viðbótargreinargerð sinni að það sé rangt að hún hafi nokkurn tímann verið svipt starfsleyfi sínu sem læknir vegna vímuefnavanda. Hún hafi einu sinni lagt sjálf inn lækningaleyfi sitt og verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem viðbótargreinargerðin var rituð en stefndi á að hefja störf að nýju í byrjun febrúar 2024. Ótilhlýðileg þvingun Úrskurðarnefndin vísar til 35. greinar siðareglna lögmanna þar sem fram kemur að lögmaður megi ekki til framdráttar málum skjólstæðings síns beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum en það telst meðal annars ótilhlýðilegt að kæra eða hóta gangaðilar kæru um atferli sem óviðkomandi er máli skjólstæðings eða hóta uppljóstrun slíks athæfis sem getur valdið hneykslisspjöllum. „Að teknu tilliti til hagsmuna umbjóðanda varnaraðila, alvarleika þeirra ásakana sem settar voru fram í garð sóknaraðila, yfirlýsts tilgangs erindisins og þess skamma frests sem sóknaraðila var veittur til svars, er það mat nefndarinnar að varnaraðili hafi ekki sýnt sóknaraðila þá virðingu og tillitssemi sem honum bar skv. 34. gr. siðareglna lögmanna í erindi sínu til sóknaraðila,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Þar kemur fram að nefndin teldi að ummæli í niðurlagi bréfsins hafi verið sett fram í þeim tilgangi að þvinga sóknaraðilar til að samþykkja tillögur varnaraðila fyrir hönd umbjóðanda síns. „Að mati nefndarinnar fólst í ummælunum ótilhlýðileg þvingun í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna,“ segir þá. Eftir úrslitum málsins var fallist á kröfu sóknaraðila um málskostnað úr hendi varnaraðila. Hann taldist hæfilega ákveðinn að fjárhæð 150 þúsund króna að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þá var lögmaðurinn einnig áminntur fyrir brot á siðareglum lögmanna. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Lögmennska Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Í desember 2023 barst úrskurðarnefnd lögmanna kvörtun lögmanns konu gegn þeim áminnta vegna tölvupósts sem hinn áminnti sendi á lögmann konunnar fyrir hönd umbjóðanda síns. Konan og umbjóðandi hins áminnta voru í sambúð þar til í september þess sama árs. Konan segir sambúðina hafa einkennst af miklu andlegu ofbeldi af hálfu umbjóðanda varnaraðilans í garð konunnar. Úrskurðurinn var kveðinn upp fimmtudaginn 27. júní síðastliðinn. Ljóst að hún geti ekki umgengst börnin sín Í kjölfar sambúðarslitanna flutti umbjóðandi hins áminnta út af heimilinu og sömdu aðilar sín á milli um umgengni barna þeirra tveggja á meðan gengið væri frá fjárskiptum og samkomulagi um umgengni. Þann 24. september 2023 barst konunni tölvupóst með tillögu að samkomulagi um sambúðarslit. Í honum er lagt til að verðmæti sameiginlegrar fasteignar þeirra verði skipt jafnt á milli þeirra og svo að forsjá barnanna verði sameiginleg og lögheimili hjá umbjóðanda hins áminnta. Hins vegar var það lagt til að umgengni konunnar við börnin hefjist eftir að hún hafi lokið vímuefnameðferð. „Ef ekki sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann að óska eftir breytingu á forsjá barnanna hjá sýslumanni þar sem hann mun fara fram á fulla forsjá. Það þarf vart að taka það fram að umbjóðandi minn er þá nauðbeygður til að leggja fram þau gögn sem hann hefur undir höndum varðandi vímuefnavanda þinn, svo sem hljóðupptökur, útprentanir af heilsuveru og frá apótekum,“ segir í tölvupóstinum „Þá sér umbjóðandi minn ekki annan kost en þann til að tryggja öryggi barnanna en að tilkynna málið til barnaverndarþjónustu Reykjavíkur og einnig á vinnustað þinn, enda ljóst að ekki er verjandi að þú umgangist börnin né annist um sjúklinga á vinnustað þínum í núverandi ástandi,“ segir jafnframt. Ummælin síst til þess fallinn að finna lausn Konan segir í kvörtuninni að hinn áminnti hafi vakið upp ótta hjá henni og komið henni í uppnám og verið síst til þess fallinn að finna lausn fyrir umbjóðanda hans. Þvert á móti hafi hann valdið enn meira fjaðrafoki en var fyrir. Hinn áminnti segir umbjóðanda sinn hafa sýnt sér hljóð- og myndbandsupptökur sem og útprentanir af heilsuveru sem hafi stutt fullyrðingar umbjóðanans um vímuefnavanda konunnar. Síðar hafi komið í ljós að ásakanirnar hafi ekki verið úr lausu lofti gripnar enda hafi Landlæknir fellt niður starfsleyfi konunnar í kjölfar ábendingar umbjóðanda varnaraðila. Konan segir þó í viðbótargreinargerð sinni að það sé rangt að hún hafi nokkurn tímann verið svipt starfsleyfi sínu sem læknir vegna vímuefnavanda. Hún hafi einu sinni lagt sjálf inn lækningaleyfi sitt og verið í veikindaleyfi á þeim tíma sem viðbótargreinargerðin var rituð en stefndi á að hefja störf að nýju í byrjun febrúar 2024. Ótilhlýðileg þvingun Úrskurðarnefndin vísar til 35. greinar siðareglna lögmanna þar sem fram kemur að lögmaður megi ekki til framdráttar málum skjólstæðings síns beita gagnaðila ótilhlýðilegum þvingunum en það telst meðal annars ótilhlýðilegt að kæra eða hóta gangaðilar kæru um atferli sem óviðkomandi er máli skjólstæðings eða hóta uppljóstrun slíks athæfis sem getur valdið hneykslisspjöllum. „Að teknu tilliti til hagsmuna umbjóðanda varnaraðila, alvarleika þeirra ásakana sem settar voru fram í garð sóknaraðila, yfirlýsts tilgangs erindisins og þess skamma frests sem sóknaraðila var veittur til svars, er það mat nefndarinnar að varnaraðili hafi ekki sýnt sóknaraðila þá virðingu og tillitssemi sem honum bar skv. 34. gr. siðareglna lögmanna í erindi sínu til sóknaraðila,“ segir í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar. Þar kemur fram að nefndin teldi að ummæli í niðurlagi bréfsins hafi verið sett fram í þeim tilgangi að þvinga sóknaraðilar til að samþykkja tillögur varnaraðila fyrir hönd umbjóðanda síns. „Að mati nefndarinnar fólst í ummælunum ótilhlýðileg þvingun í skilningi 35. gr. siðareglna lögmanna,“ segir þá. Eftir úrslitum málsins var fallist á kröfu sóknaraðila um málskostnað úr hendi varnaraðila. Hann taldist hæfilega ákveðinn að fjárhæð 150 þúsund króna að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Þá var lögmaðurinn einnig áminntur fyrir brot á siðareglum lögmanna. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Lögmennska Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira