„Ég er í sjokki eftir þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júlí 2024 22:00 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði 1-0 gegn Fram á Lambhagavellinum. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var verulega ósáttur út í dómgæsluna. „Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Sjá meira