Þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins.
Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins.
Nú hefur verið tilkynnt að Brynjar Björn taki við starfi aðstoðarþjálfara. Brynjar er vel kunnur öllum knattspyrnuaðdáendum, var lykilmaður í íslenska landsliðinu til fjölda ára og á farsælan leikmannaferil að baki í efstu deildum Englands og Noregs. Hann hóf og lauk ferlinum hér á landi með KR.
Brynjar hóf þjálfaraferil sinn hjá unglingaliði Reading en þaðan fór hann svo til Stjörnunnar þar sem hann var aðstoðarþjálfari Rúnars Páls á árunum 2014-2017 . Sem aðalþjálfari hefur hann þjálfað HK og Grindavík hér á landi ásamt Örgryte í Svíþjóð.