Íslenski boltinn

Ægir Jarl farinn frá KR til AB í Dan­mörku

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Reikna má með því Ægir Jarl eignist nokkra íslenska liðsfélaga í Danmörku. 
Reikna má með því Ægir Jarl eignist nokkra íslenska liðsfélaga í Danmörku.  Vísir/Anton Brink

Ægir Jarl Jónasson er farinn frá KR og genginn til liðs við AB í Danmörku þar sem hann mun spila undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar.

Ægir kom í KR frá Fjölni árið 2019 og hefur hann spilað 167 leiki og skorað 35 mörk fyrir félagið.

Ægir mun vera hluti af íslenskum kjarna hjá AB sem nýráðinn stjóri félagsins, Jóhannes Karl, vill mynda. Ágúst Eðvald Hlynsson er þegar hjá félaginu og reikna má með að fleiri bætist við.

Þá var einnig tilkynnt á dögunum að Jóhannes Karl verði með íslenskan aðstoðarþjálfara hjá AB, Fannar Berg Ingólfsson sem hefur starfað hjá ÍA undanfarin ár og meðal annars undir Jóhannesi í hans þjálfaratíð hjá félaginu sem lauk árið 2021.

„Við völdum bæta við okkur box-í-box leikmanni í sumar sem tæki mikið til sín á miðsvæðinu og gæti stigið upp í sóknina og sett nokkur mörk. Ægir mun styrkja lið okkar mikið, reynslumikill og með gott hugarfar,“ sagði yfirmaður knattspyrnumála hjá AB, Jen Chang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×