Staðan ekki jafnsvört og sumir vilji meina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2024 14:56 Icelandair flugvéla að lenda í Keflavík Vísir/Vilhelm Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli. Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 0,87 krónum á hlut, var í 1,33 krónum í upphafi árs og stóð í tæpum níu krónum áður en kórónuveirufaraldurinn reið yfir. Greinandi segir fáar jákvæðar fréttir hafa borist af félaginu eða ferðaþjónustunni síðustu misserin. „En þær tölur sem fylgja félaginu eru kannski ekki alveg jafnsvartar og horft er til,“ segir Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum. Félagið hafi flutt fleiri farþega á árinu en á sama tíma á síðasta ári, en þó færri en væntingar hafi staðið til. „Helsti munurinn er sá að farþegaflutningar hafa verið meira í tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu.“ Slíkir farþegar greiði oft lægri gjöld á hvern floginn kílómetra. Innri og ytri þættir skipti máli Icelandair birti farþegatölur sínar fyrir júnímánuð í vikunni, en farþegum fækkaði um eitt prósent miðað við júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað. Fyrir framtíðina segir Sigurður mikilvægast að fá fleiri ferðamenn til landsins. Þar skipti margir þættir máli. „Bæði utanaðkomandi og markaðsstarf hjá félaginu, sem ég held að sé mjög gott miðað við hvernig þeir eru búnir að snúa farþegum í tengiflugin eftir að þeir hættu að koma til Íslands,“ segir Sigurður Óli.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira