Leikmenn Blika í útgöngubanni í Skopje Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 12:15 Blikar æfa á alvöru velli. Breiðablik/Arnar Laufdal Breiðablik hefur vegferð sína í Sambandsdeild Evrópu í kvöld er liðið sækir Tikves Kavadarci heim í Skopje, höfuðborg Norður-Makedóníu. Steikjandi hiti er á svæðinu Breiðablik hefur nú keppni í Sambandeildinni á ný eftir að hafa, fyrst íslenskra liða, leikið í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir sína menn klára í slaginn. „Menn eru gríðarlega vel stemmdir. Það fer mjög vel um okkur í Skopje. Við vorum að koma úr göngutúr og hádegismat og nú tekur við slökun og undirbúningur fyrir leikinn í kvöld. Það er bara góður andi og menn mjög peppaðir fyrir verkefninu,“ segir Halldór frá Skopje í samtali við Vísi. Tók tíma að staðfesta frestun Leikur liðanna var tímasettur klukkan 17:00 að staðartíma, 15:00 á Íslandi, þar til fyrir um tveimur dögum síðan. Hann fer hins vegar fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Halldór segir hafa legið fyrir um hríð að leikurinn gæti ekki farið fram svo snemma í gríðarmiklum hita í makedónsku höfuðborginni. „Það er auðvitað spáð hérna 38 til 40 gráðum og sól klukkan fimm. Þó þessu hafi verið formlega breytt fyrir örfáum dögum þá var það alltaf okkar skilningur að þetta yrði spilað að kvöldi til. Ég hreinlega veit ekki hvaða seinagangur það var að staðfesta þetta formlega,“ Það var enn sólarglenna þegar Blikar æfu á keppnisvellinum í gær.Breiðablik/Arnar Laufdal „Þetta er á flottum flóðlýstum velli og það er ekki hefð fyrir því að spila á slíkum völlum í svona miklum hita þegar sólin er hátt á lofti. Við gerðum alltaf ráð fyrir kvöldleik, sem varð raunin,“ segir Halldór. Menn fara ekki mikið út En hvernig líður leikmönnum og starfsliði í þessum mikla hita? „Þetta er engin skemmtiferð, þannig lagað. Við erum bara í þessu verkefni að spila þennan leik. Menn hafa ekkert verið úti. Við höfum tekið örstutta göngutúra í kringum hótelið og reynt að vera í skugga. Svo æfðum við í gærkvöldi. Menn eru bara hérna inni á loftkældu hóteli,“ „Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki úti í hitanum og sólinni. Þessar fáu mínútur sem við höfum farið út hefur vissulega verið gríðarlega heitt. Þetta er langt frá sjó og alveg logn hérna. Það er verulega heitt,“ segir Halldór léttur. Það er ekki úlpuveður hjá Halldóri og hans mönnum í Skopje.Vísir/Diego En er þá ekki hreinlega útgöngubann á menn fram að leik? „Já, það er eiginlega þannig. En við þekkjum þetta. Við höfum verið fastagestir á þessu svæði síðustu ár. Við spiluðum í Bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Þetta eru svipaðar aðstæður og menn þekkja hvernig er best að undirbúa sig og eru faglegir í því.“ Hörku mótherji Tikves varð bikarmeistari heima fyrir í maí og lenti í fjórða sæti deildarinnar. Halldór segir um sterkan andstæðing að ræða, og þar á bæ hafi menn bætt vel í fyrir komandi leiktíð. „Ég býst við hörkuleik. Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppninni. Það sem við höfum séð er þetta mjög gott lið. Það er mikil saga á bakvið félagið, stofnað 1930, og hefur verið flottur klúbbur í langan tíma. En þeir náðu sínum besta árangri í langan tíma með fjórða sæti og bikartitli í vor,“ „Það er mikill uppgangur í liðinu og þeir hafa bætt töluvert við sig af leikmönnum frá því þeir kláruðu bikartitilinn í maí. Þeir hafa náð í mjög góð úrslit í öllum æfingaleikjum í aðdraganda þessa leiks. Þetta er bara hörkulið sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik mætir Tikves klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 5. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur er klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Breiðablik hefur nú keppni í Sambandeildinni á ný eftir að hafa, fyrst íslenskra liða, leikið í riðlakeppninni á síðustu leiktíð. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir sína menn klára í slaginn. „Menn eru gríðarlega vel stemmdir. Það fer mjög vel um okkur í Skopje. Við vorum að koma úr göngutúr og hádegismat og nú tekur við slökun og undirbúningur fyrir leikinn í kvöld. Það er bara góður andi og menn mjög peppaðir fyrir verkefninu,“ segir Halldór frá Skopje í samtali við Vísi. Tók tíma að staðfesta frestun Leikur liðanna var tímasettur klukkan 17:00 að staðartíma, 15:00 á Íslandi, þar til fyrir um tveimur dögum síðan. Hann fer hins vegar fram klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Halldór segir hafa legið fyrir um hríð að leikurinn gæti ekki farið fram svo snemma í gríðarmiklum hita í makedónsku höfuðborginni. „Það er auðvitað spáð hérna 38 til 40 gráðum og sól klukkan fimm. Þó þessu hafi verið formlega breytt fyrir örfáum dögum þá var það alltaf okkar skilningur að þetta yrði spilað að kvöldi til. Ég hreinlega veit ekki hvaða seinagangur það var að staðfesta þetta formlega,“ Það var enn sólarglenna þegar Blikar æfu á keppnisvellinum í gær.Breiðablik/Arnar Laufdal „Þetta er á flottum flóðlýstum velli og það er ekki hefð fyrir því að spila á slíkum völlum í svona miklum hita þegar sólin er hátt á lofti. Við gerðum alltaf ráð fyrir kvöldleik, sem varð raunin,“ segir Halldór. Menn fara ekki mikið út En hvernig líður leikmönnum og starfsliði í þessum mikla hita? „Þetta er engin skemmtiferð, þannig lagað. Við erum bara í þessu verkefni að spila þennan leik. Menn hafa ekkert verið úti. Við höfum tekið örstutta göngutúra í kringum hótelið og reynt að vera í skugga. Svo æfðum við í gærkvöldi. Menn eru bara hérna inni á loftkældu hóteli,“ „Við þurfum að passa okkur á því að vera ekki úti í hitanum og sólinni. Þessar fáu mínútur sem við höfum farið út hefur vissulega verið gríðarlega heitt. Þetta er langt frá sjó og alveg logn hérna. Það er verulega heitt,“ segir Halldór léttur. Það er ekki úlpuveður hjá Halldóri og hans mönnum í Skopje.Vísir/Diego En er þá ekki hreinlega útgöngubann á menn fram að leik? „Já, það er eiginlega þannig. En við þekkjum þetta. Við höfum verið fastagestir á þessu svæði síðustu ár. Við spiluðum í Bosníu, Makedóníu og Svartfjallalandi. Þetta eru svipaðar aðstæður og menn þekkja hvernig er best að undirbúa sig og eru faglegir í því.“ Hörku mótherji Tikves varð bikarmeistari heima fyrir í maí og lenti í fjórða sæti deildarinnar. Halldór segir um sterkan andstæðing að ræða, og þar á bæ hafi menn bætt vel í fyrir komandi leiktíð. „Ég býst við hörkuleik. Það er auðvitað alltaf erfitt að spila á útivelli í Evrópukeppninni. Það sem við höfum séð er þetta mjög gott lið. Það er mikil saga á bakvið félagið, stofnað 1930, og hefur verið flottur klúbbur í langan tíma. En þeir náðu sínum besta árangri í langan tíma með fjórða sæti og bikartitli í vor,“ „Það er mikill uppgangur í liðinu og þeir hafa bætt töluvert við sig af leikmönnum frá því þeir kláruðu bikartitilinn í maí. Þeir hafa náð í mjög góð úrslit í öllum æfingaleikjum í aðdraganda þessa leiks. Þetta er bara hörkulið sem við þurfum að taka alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik mætir Tikves klukkan 18:30. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Besta deildin 2. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 5. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur er klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti