Alexandra vill sjá stelpurnar á Símamótinu fjölmenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir vill byrja nýtt tímabil á því að koma íslenska landsliðinu á EM í Sviss. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira