„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 15:20 Heimir Hallgrímsson tekur í spaðann á Marc Canham, íþróttastjóra írska knattspyrnusambandsins. getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans. Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Í dag var greint frá því að Heimir hefði verið ráðinn þjálfari írska landsliðsins. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026 en markmið hans verður að koma írska liðinu á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku eftir tvö ár. Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins, er í skýjunum með að hafa ráðið Heimi sem landsliðsþjálfara. „Fyrr á þessu ári settum við Heimi efst á óskalista okkar þar sem hæfni hans og reynsla passaði vel við leitarskilyrði okkar. Hann hefur ekki aðeins umtalsverða reynslu af alþjóðlegum fótbolta með tveimur landsliðum heldur hefur hann komið liðum á stórmót og ofar á heimslistann,“ sagði Canham. Evan Ferguson, framherji Brighton, er ein skærasta stjarna írska landsliðsins.getty/Tim Clayton „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að fá landsliðsþjálfara sem er áhugasamur um þróun fótboltans á Írlandi eins og við leggjum sjáum hana fyrir okkur og hefur einnig áhuga á yngri landsliðunum. Heimir hefur mikla ástríðu fyrir báðum þessum þáttum.“ Heimir var besti kosturinn Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins, David Courell, er ekki síður sáttur með að hafa tryggt sér starfskrafta Heimis. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta, að hafa tilkynnt Heimi sem nýjan landsliðsþjálfara. Það hefur verið mikill áhugi á þessari ráðningu sem sýnir hversu annt fólki er um írskan fótbolta. Við erum hæstánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við leituðumst eftir en það sem mikilvægara er deilir sýn okkar fyrir írskan fótbolta. Heimir var besti kosturinn og ég er mjög spenntur að sjá hvað hann hefur fram að færa,“ sagði Courell. Heimi er ætlað að koma Írum á HM 2026.getty/Stephen McCarthy Írska landsliðið hafði verið þjálfaralaust frá því í nóvember á síðasta ári, eða frá því ákveðið var að framlengja ekki samning Stephens Kenny. Þjálfaraleit Íra tók nákvæmlega 231 daga en í leikjunum fjórum á þeim tíma stýrði John O'Shea liðinu. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin. Írland er í 60. sæti styrkleikalista FIFA. Þess má geta að Heimir kom Íslandi hæst í 18. sæti listans og skilur við Jamaíku í 53. sæti hans.
Fótbolti Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira