England á leið í úrslit eftir endurkomusigur gegn Hollandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2024 21:00 Ollie Watkins kom inn af varamannabekknum og skoraði sigurmarkið úr ómögulegu færi í uppbótartíma. Alex Grimm/Getty Images England lenti snemma undir en vann 2-1 endurkomusigur gegn Hollandi og er á leið í úrslitaleik Evrópumótsins næsta sunnudag gegn Spáni. Xavi Simons kom Hollendingum yfir eftir aðeins sjö mínútur. Stórkostlegt einstaklingsframtak þar sem Simons vann boltann af Declan Rice, keyrði svo sjálfur og skaut þrumuskoti framhjá Jordan Pickford í markinu. Xavi Simons skoraði glæsilegt mark fyrir Holland í upphafi leiks. Image Photo Agency/Getty Images Aðeins tíu mínútum síðar fengu Englendingar vítaspyrnu þegar Denzel Dumfries braut á Harry Kane, sem steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Denzel Dumfries var dæmdur brotlegur. Justin Setterfield/Getty Images Harry Kane var öryggið uppmálað af vítapunktinum. Richard Pelham/Getty Images Phil Foden var óheppinn að hafa ekki komið Englendingum yfir, fékk tvö tækifæri til en fyrst var bjargað á línu og svo small boltinn af stönginni og út. Staðan jöfn 1-1 í hálfleik. Virgil Van Dijk fékk fyrsta góða færi seinni hálfleiks á 65. mínútu eftir aukaspyrnu en klippti boltann beint í hendur markmannsins. Bukayo Saka setti boltann í netið á 79. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu Kyle Walker sem gaf á hann. Varamaðurinn Ollie Watkins varð hetja Englendinga í uppbótartíma þegar hann skoraði úr að því virtist ómögulegu færi. Með mann í bakinu og þröngan skotvinkil en sneri sér vel og laumaði boltanum meðfram jörðinni í fjærhornið. Lokatölur 2-1 fyrir Englandi og þeir mæta Spáni í úrslitaleik Evrópumótsins næsta sunnudag. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50
England lenti snemma undir en vann 2-1 endurkomusigur gegn Hollandi og er á leið í úrslitaleik Evrópumótsins næsta sunnudag gegn Spáni. Xavi Simons kom Hollendingum yfir eftir aðeins sjö mínútur. Stórkostlegt einstaklingsframtak þar sem Simons vann boltann af Declan Rice, keyrði svo sjálfur og skaut þrumuskoti framhjá Jordan Pickford í markinu. Xavi Simons skoraði glæsilegt mark fyrir Holland í upphafi leiks. Image Photo Agency/Getty Images Aðeins tíu mínútum síðar fengu Englendingar vítaspyrnu þegar Denzel Dumfries braut á Harry Kane, sem steig sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Denzel Dumfries var dæmdur brotlegur. Justin Setterfield/Getty Images Harry Kane var öryggið uppmálað af vítapunktinum. Richard Pelham/Getty Images Phil Foden var óheppinn að hafa ekki komið Englendingum yfir, fékk tvö tækifæri til en fyrst var bjargað á línu og svo small boltinn af stönginni og út. Staðan jöfn 1-1 í hálfleik. Virgil Van Dijk fékk fyrsta góða færi seinni hálfleiks á 65. mínútu eftir aukaspyrnu en klippti boltann beint í hendur markmannsins. Bukayo Saka setti boltann í netið á 79. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu Kyle Walker sem gaf á hann. Varamaðurinn Ollie Watkins varð hetja Englendinga í uppbótartíma þegar hann skoraði úr að því virtist ómögulegu færi. Með mann í bakinu og þröngan skotvinkil en sneri sér vel og laumaði boltanum meðfram jörðinni í fjærhornið. Lokatölur 2-1 fyrir Englandi og þeir mæta Spáni í úrslitaleik Evrópumótsins næsta sunnudag.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50
Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. 9. júlí 2024 20:50
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“