Missir af milljónum af því að hann er ekki atvinnumaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 12:30 Luke Clanton fagnar góðu pútti sínu á lokaholunni á John Deere Classic mótinu um helgina. Getty/Dylan Buell/ Áhugakylfingurinn Luke Clanton hefur spilað frábærlega undanfarnar vikur. Það þarf að fara heil 66 ár aftur í tímann til að finna áhugamann sem náði sama árangri og hann. Clanton endaði í öðru sæti á John Deere Classic mótinu um helgina og er fyrsti áhugakylfingurinn frá árinu 1958 sem nær inn á topp tíu á tveimur PGA mótum í röð. Hann var í tíunda sæti í vikunni á undan. ‼️BACK-TO-BACK TOP 10 TOUR FINISHES‼️Luke Clanton finished in T2 at 24-under par at the John Deere Classic🤯👏This makes Luke the first amatuer player, since 1958, to have back-to-back Top-10 finishes in the @PGATOUR 👊💥#OneTribe | #GoNoles pic.twitter.com/pP5BXGImmD— FSU Golf (@FSUGolf) July 7, 2024 „Síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Það hefur verið draumur að fá að spila með síðustu ráshópunum,“ sagði Luke Clanton við CBS Sports. Hann er aðeins tvítugur og þakkar foreldrum sínum fyrir stuðninginn. „Að sjá mömmu og pabba á átjándu holunni. Öll vinnan sem þau hafa lagt á sig fyrir mig. Nú ætla ég að fara og faðma þau,“ sagði Clanton eftir að hann kláraði hringinn. Að ná í öðru sæti á John Deere Classic mótinu ætti að skila honum 92 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé en Clanton sér samt ekki eina krónu af því. Reglurnar segja, að hann sem áhugakylfingur, má ekki þiggja verðlaunafé þótt að árangurinn ætti að vera að skila þessum milljónum í vasa hans. Clanton er því búinn að missa af mörgum milljónum tvær helgar í röð. Árið 1958 var Billy Joe Patton síðasti áhugamaðurinn til að vera meðal tíu efstu á tveimur PGA-mótum í röð en hann náði því að tveimur risamótum í röð fyrir 66 árum síðan. 4 birdies in his final 5 holes!@PGATOURU's Luke Clanton is the first amateur to finish in the top 10 in back-to-back TOUR starts since 1958 👏 pic.twitter.com/WM2HnQpCyh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 7, 2024 Golf Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Clanton endaði í öðru sæti á John Deere Classic mótinu um helgina og er fyrsti áhugakylfingurinn frá árinu 1958 sem nær inn á topp tíu á tveimur PGA mótum í röð. Hann var í tíunda sæti í vikunni á undan. ‼️BACK-TO-BACK TOP 10 TOUR FINISHES‼️Luke Clanton finished in T2 at 24-under par at the John Deere Classic🤯👏This makes Luke the first amatuer player, since 1958, to have back-to-back Top-10 finishes in the @PGATOUR 👊💥#OneTribe | #GoNoles pic.twitter.com/pP5BXGImmD— FSU Golf (@FSUGolf) July 7, 2024 „Síðustu vikur hafa verið ótrúlegar. Það hefur verið draumur að fá að spila með síðustu ráshópunum,“ sagði Luke Clanton við CBS Sports. Hann er aðeins tvítugur og þakkar foreldrum sínum fyrir stuðninginn. „Að sjá mömmu og pabba á átjándu holunni. Öll vinnan sem þau hafa lagt á sig fyrir mig. Nú ætla ég að fara og faðma þau,“ sagði Clanton eftir að hann kláraði hringinn. Að ná í öðru sæti á John Deere Classic mótinu ætti að skila honum 92 milljónum íslenskra króna í verðlaunafé en Clanton sér samt ekki eina krónu af því. Reglurnar segja, að hann sem áhugakylfingur, má ekki þiggja verðlaunafé þótt að árangurinn ætti að vera að skila þessum milljónum í vasa hans. Clanton er því búinn að missa af mörgum milljónum tvær helgar í röð. Árið 1958 var Billy Joe Patton síðasti áhugamaðurinn til að vera meðal tíu efstu á tveimur PGA-mótum í röð en hann náði því að tveimur risamótum í röð fyrir 66 árum síðan. 4 birdies in his final 5 holes!@PGATOURU's Luke Clanton is the first amateur to finish in the top 10 in back-to-back TOUR starts since 1958 👏 pic.twitter.com/WM2HnQpCyh— PGA TOUR (@PGATOUR) July 7, 2024
Golf Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira