Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 20:13 Léleg frammistaða Bidens í kappræðum á dögunum hefur vakið spurningar um heilsu forsetans. AP/Matt Kelley Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
New York Times greinir frá því en um ræðir taugalækninn bandaríska Kevin Cannard sem er sérhæfður í hreyfihömlunarsjúkdómum og birti nýverið ritrýnda grein um Parkinsons-veiki. Í heimsóknaskrá sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að læknirinn hafi meðal annars átt fund með lækni Joe Bidens Bandaríkjaforseta. Ekki liggur fyrir hvort dr. Cannard hafi heimsótt Hvíta húsið í þeim tilgangi að skoða Bandaríkjaforseta sérstaklega en hann hefur verið ráðgjafi heilbrigðisteymis Bandaríkjaforseta allt frá upphafi embættistíðar Barack Obama árið 2012. Hvíta húsið tjáði sig ekki um eðli heimsókna dr. Cannard eða hvort þau vörðuðu forsetann. Í svari við fyrirspurn Times segir upplýsingafulltrúi Hvíta hússins að fjölbreyttur hópur sérfræðinga á vegum Walter Reed sjúkrahússins í Washington-borg heimsæki Hvíta húsið reglulega til að hlúa að þeim þúsundum hermanna sem starfa á svæðinu. Um það leyti sem dr. Cannard fór í sínar fyrstu heimsóknir í Hvíta húsið á embættistíð Bidens birti hann grein í blaðið Parkinsonism and Related Disorders þar sem hann gerði fyrstu einkenni sjúkdómsins að umfjöllunarefni sínu. Að sögn upplýsingafulltrúans fer Biden í skoðun hjá taugalækni einu sinni á ári sem er liður í árlegri allsherjarskoðun. Hann segir að ekkert benti til þess að Biden væri með Parkinsons og að hann væri ekki í tilheyrandi meðferð. Spurningar vöknuðu í huga margra um heilsu Biden í kjölfar frammistöðu hans og hegðunar í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump. Í umfjöllun erlendra miðla hefur verið talað um að Biden hafi verið hikandi og að hann hafi átt erfitt með að halda einbeitingu. Margir demókratar hafa jafnvel kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að fundinn verði nýr frambjóðandi fyrir hönd Demókrataflokksins.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira