Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 21:07 Að minnsta kosti 125 eru særðir eftir sprengingarnar. EPA/Vladyslav Musiienko Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26
Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07