Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 13:41 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46