Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 12:55 Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Gabriel Attal, forsætisráðherra. Attal baðst lausnar úr embætti á fundi með Macron í morgun en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika í landinu. Christian Liewig/Corbis/Getty Images Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“ Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bandalag vinstri flokka varð hlutskarpast í seinni umferð kosninganna í gær, fékk 182 þingsæti. Miðjuflokkar Macrons fengu 168 sæti og Þjóðfylkingin hlaut 143. „Frakkar hafa sýnt það enn og aftur að kjósendur í Frakklandi vilja ekki öfgahægri við stjórn landsins. Þeir hafa verið að gera það í hátt í tuttugu ár að kjósa á ögurstundu gegn Þjóðfylkingunni, þó svo að Þjóðfylkingin hafi verið að vaxa og dafna síðustu árin,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem búsett er í París. Rósa Björk Brynjólfsdóttir er búsett í París og fylgist vel með stjórnmálum í Frakklandi.Stöð 2/Egill Óvenjuleg staða er nú komin upp í frönskum stjórnmálum. Enginn náði hreinum meirihluta og því virðist allt stefna í samsteypustjórn, líklegast skipaða vinstri- og miðjumönnum, að mati Rósu. Gabriel Attal forsætisráðherra fór á fund Emmanuels Macron forseta í morgun til að biðjast formlega lausnar úr embætti en Macron bað hann að sitja áfram til að tryggja stöðugleika. Og nú er óvissa um framhaldið. Jean-Luc- Melenchon einn af leiðtogum vinstri blokkarinnar hefur gert tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. „Hann [Melenchon] er bæði umdeildur innan síns eigin flokks og líka innan vinstri blokkarinnar. Það sem hann gerði strax eftir fyrstu tölur var að halda mikla og sterka ræðu þar sem hann hjólaði mjög hart í Macron og hans flokk, sem var kannski ekki mjög skynsamlegt eigi þessir tveir flokkar að ná að vinna saman í einhvers konar samsteypustjórn.“ Ekki hægt að líta fram hjá Þjóðfylkingunni Rósa telur Melenchon raunar ólíklegan sem forsætiráðherraefni vinstrisins. Olivier Faure leiðtogi Sósíaldemókrata og Marine Tondelier leiðtogi Frönsku græningjanna séu að hennar mati líklegri. „Þannig að þessir næstu dagar verða spennandi, það er áfram spenna í frönskum stjórnmálum. En svo skiptir líka máli að ná til þeirra tíu milljóna sem kusu frönsku Þjóðfylkinguna, það er ekki hægt að líta fram hjá þeim fjölda,“ segir Rósa. „Franski forsetinn hefur í raun mánuð til að skipa nýja ríkisstjórn. Ég myndi halda að nú sé verið að togast á um það hvort eigi að ljúka þessu sem fyrst að svo það komi fúnkerandi ríkisstjórn eða hvort eigi að bíða fram yfir Ólympíuleikana, aðeins að róa stöðuna, og koma svo fram með ríkisstjórn að þeim afloknum. Það er eitt af mörgu sem er verið að deila um núna.“
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01 Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15 Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. 8. júlí 2024 09:01
Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð Forsætisráðherra Frakklands, Gabriel Attal, ætlar að segja upp starfi sínu á morgun eftir að ljóst varð að miðjubandalag Macrons Frakklands mun ekki halda meirihluta á þingi. Viðsnúningur varð á því sem skoðanakannanir gáfu til kynna og kosninganiðurstöðum. 7. júlí 2024 22:15
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstriflokka í Frakklandi tekur forystu í útgönguspá sem birt var klukkan sex eftir að kjörstaðir lokuðu. Seinni umferð þingkosninga fór fram í dag þar sem margir kjósendur virðast ætla að kjósa taktískt til þess að koma í veg fyrir að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin komist til valda. 7. júlí 2024 18:25