Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 09:12 Blair ráðleggur Starmer að hlaupast ekki undan vandamálunum heldur takast á við þau. epa Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira
Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Sjá meira