Þakklátir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 11:25 Bjarmi Fannar og Bjarni Snæbjörnsson eru ástfangnir upp fyrir haus og gengu í hjónaband á dögunum. Karítas Guðjóns „Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn. Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Fleiri fréttir Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Sjá meira
Bjarni Snæbjörnsson er leikari og leikskáld og er hvað þekktastur fyrir leikritið Góðan daginn faggi sem var sýnt um allt land. Sömuleiðis er hann höfundur bókarinnar Mennska. Bjarmi Fannar starfar sem vöruhönnuður og yfirflugþjónn hjá Icelandair og hafa þeir verið par í nokkur ár. View this post on Instagram A post shared by Bᴊᴀʀᴍɪ (@bjarmii) Ástin blómstrar sannarlega hjá hjónunum sem eru í skýjunum með brúðkaupsdaginn. Á Instagram skrifa þeir: „Föstudaginn 21. júní þurfti að þrífa bílinn, sækja hundapössunarpíuna á Keflavíkurflugvöll (því við vorum á leið til Ítalíu) skúra og græja og gera. Við ákváðum að skjóta því inn í dagsplanið að gifta okkur á viðburði Siðmenntar „Hoppað í hnapphelduna“ í Ráðhúsi Reykjavíkur. Bjarmi hjá @hae.blom bjó til fallega barmskreytingu á jakkana okkar, við skunduðum prúðbúnir í miðbæ Reykjavíkur og áttum dásamlega stund með Ingu Auðbjörgu. Einu vitnin voru tónlistarfólkið, starfsmenn Siðmenntar og endurnar á tjörninni því við vildum gera þetta einir; ekki einu sinni foreldrar okkar fengu að koma þó þau hafi vitað af ráðahagnum því þau þurftu að vera vottar. Þannig fögnuðum við ástinni á fullu tungli, á fyrsta degi í krabbamerkinu og á sama sólarhring og sumarsólstöður. Það var magnað, fallegt, satt, rétt, effortless, einfalt og kærleiksríkt. Fullkomið fyrir okkur. Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum. Gleðilegt sumar elsku öll - lifi ástin.“ Hér má sjá nokkrar myndir frá athöfninni: Inga Auðbjörg gaf þá saman.Karítas Guðjóns Bjarmi hjá Hæ Blóm sá um blómaskreytingarnar.Bjarmi Fannar Mjög falleg brúðkaupsblóm.Bjarmi Fannar Nýgiftir og ástfangnir.Karítas Guðjóns Skálað fyrir ástinni.Karítas Guðjóns Sjálfsmynd eftir brúðkaup.Bjarmi Fannar Á sunnudeginum eftir brúðkaupið skelltu þeir sér svo í brúðkaupsferð til Ítalíu sem var að sögn þeirra algjör draumaferð. Blaðamaður ræddi við Bjarma Fannar. „Það sem átti að vera „venjulegt sumarfrí“ breyttist í óvænta brúðkaupsferð. Við ákváðum ellefu dögum fyrir stóra daginn að gifta okkur og tókum þetta svo einn dag í einu,“ segir Bjarmi kíminn og bætir við: „Við áttum pantað flug til Rómar og vorum bara búnir að bóka þrjár nætur í Róm. Dagarnir á eftir voru svo bara ákveðnir kvöldið fyrir hvern dag. Við ákváðum svo að skella okkur til Sorrento með viðkomu á Amalfi og Positano. “ Þetta hefur sannarlega verið ævintýraleg ferð. Aðspurður hvað standi upp úr segir Bjarmi: „Vegan maturinn, veðrið, blómin og samveran á Ítalíu.“ Hér má sjá myndir frá brúðkaupsferðinni: Mættir til Ítalíu. Vatíkanið heimsótt og Róm skoðuð.Aðsend Pizzur og pasta voru vinsæl hjá hjónunum og segir Bjarmi það hafa verið best í heimi að fá vegan útgáfur af ekta ítalskri matarmenningu.Aðsend Eftir þriggja daga dvöl í Róm héldu þeir suður til Sorrento.Aðsend Bjarni og Bjarmi eru miklir kaffinördar og elska að smakka gott kaffi á ferðalagi.Aðsend Bjarmi Fannar í blóma lífsins.Aðsend Bjarni brosti út að eyrum í brúðkaupsferðinni á Ítalíu.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Hinsegin Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Fleiri fréttir Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Sjá meira