Fótbolti

Verða að borga Erik­sen og dönsku stjörnunum tugi milljóna króna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen fær 29 milljónir króna frá veðmálafyrirtækinu.
Christian Eriksen fær 29 milljónir króna frá veðmálafyrirtækinu. EPA-EFE/Liselotte Sabroe

Christian Eriksen, ásamt tuttugu og tveimur öðrum dönskum íþróttastjörnum, vann mál gegn veðmálafyrirtækinu Bet365.

Málið höfðuðu þau gegn veðmálafyrirtækinu fyrir að nota myndir af þeim í leyfisleysi. Bet365 auglýsti leiki og viðburði með umræddum myndum af dönsku stjörnunum sem voru þar í aðalhlutverki.

Alls þarf Bet365 að greiða danska íþróttafólkinu 94 milljónir íslenskra króna. Eriksen fær mest eða 29 milljónir króna. Ekstra Bladet segir frá.

Málareksturinn hefur tekið sinn tíma og það er meira en ár liðið siðan að dómurinn féll fyrst. Honum var síðan áfrýjað en var loksins tekinn fyrir í hæstarétti í dag. Áfrýjanir veðmálafyrirtækisins báru ekki árangur þar og því þarf fyrirtækið að borga.

Feðgarnir Peter og Kasper Schmeichel, knattspyrnukonan Pernille Harder, knattspyrnumaðurinn Simon Kjær og handboltamaðurinn Mikkel Hansen eru í umræddum hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×