Íslenski boltinn

Fyrsta ferna Skagamanns síðan Pétur Péturs náði því ní­tján ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Jónsson og Pétur Pétursson eru tveir síðustu Skagamennirnir sem hafa skorað fjögur mörk í einum leik.
Viktor Jónsson og Pétur Pétursson eru tveir síðustu Skagamennirnir sem hafa skorað fjögur mörk í einum leik. Vísir/Anton

Viktor Jónsson skoraði fjögur mörk í 8-0 stórsigri Skagamanna á HK í Bestu deild karla í fótbolta um helgina.

Viktor varð um leið fyrsti Skagamaðurinn í tæp 46 ár til að skora fjögur mörk í einum leik í efstu deild.

Síðastur Skagamanna til að ná þessu á undan Viktori var Pétur Pétursson, núverandi þjálfari Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna.

Grein um afrek Péturs Péturssonar í Þjóðviljanum.Timarit.is/Þjóðviljinn

Pétur skoraði fjögur mörk fyrir ÍA á móti KA 22. júlí 1978. Pétur var þarna nýorðinn nítján ára gamall en hann setti nýtt markamet þetta sumar með því að skora nítján mörk. Það hefur enn ekki verið slegið, aðeins jafnað.

Það má sjá mörk Viktors hér fyrir neðan en hann átti líka stoðsendingu í leiknum.

Á sigurslóð síðan tók saman skemmtilegt yfirlit yfir þrennur Skagamanna í efstu deild. Þar kemur fram að auk Viktors og Péturs hafa aðeins þrír aðrir Skagamenn skorað fjögur mörk eða meira í einum leik í efstu deild.

Teitur Þórðarson á markametið en hann skoraði sex mörk í 10-1 sigri á Breiðabliki í júní 1973.

Fyrstur til að skora fernu fyrir Skagamenn var Ríkharður Jónsson í leik á móti Víkingi í júlí 1952.

Þórður Þórðarson náði síðan að skora þrjár fernur fyrir Skagamenn, 1955, 1956 og svo í 6-4 sigri á Fram 31. ágúst 1958 sem var hreinn úrslitaleikur um meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×