Man United á eftir fleiri Hollendingum en De Ligt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 10:01 Joshua Zirkzee fagnar einum af sigrum hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Inaki Esnaola Manchester United er sagt vera komið langt í viðræðum um kaup á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee. Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira