Fótbolti

Úrúgvæ sló Brasilíu út í vítaspyrnukeppni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Manuel Ugarte skoraði úr síðustu vítaspyrnu Úrúgvæ og sendi þá áfram í undanúrslit.
Manuel Ugarte skoraði úr síðustu vítaspyrnu Úrúgvæ og sendi þá áfram í undanúrslit. Ethan Miller/Getty Images

Brasilía er úr leik á Copa América eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ, sem mætir Kólumbíu í undanúrslitum. 

Afar fátt var um færi en nóg um fólsku, liðin skildu jöfn eftir venjulegan leiktíma og Úrúgvæ manni færri frá 74. mínútu þegar Nahitan Nández fékk að líta beint rautt spjald. Dómarinn gaf upphaflega gult en ákvörðuninni var breytt af myndbandsdómara.

Framlenging dugði ekki heldur til að skilja liðin að og því var farið í vítaspyrnukeppni.

Éder Militao lét verja frá sér í fyrsta víti Brasilíu, Douglas Luiz hitti svo ekki á rammann í þriðja vítinu. Úrúgvæarnir skoruðu úr fyrstu þremur spyrnum sínum áður en markmaður Brasilíu varði eina.

Spennan var því gríðarleg þegar Manuel Ugarte steig síðastur á punktinn fyrir Úrúgvæ, sendi markmanninn í rangt horn og tryggði sigurinn.

Mæta Kólumbíu í undanúrslitum

Kólumbía vann 5-0 stórsigur gegn Panama í hinum átta liða úrslitaleiknum. Jhon Córdoba, James Rodriguez, Luis Díaz, Richard Ríos og Miguel Borja með mörkin og Bandaríkjabanarnir úr leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×