Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:31 Stefán Teitur Þórðarson með boltann í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í sumar. Getty/Jose Breton Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira