Búast við gullregni með sölu á Stefáni til Englands Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 22:31 Stefán Teitur Þórðarson með boltann í vináttulandsleiknum gegn Hollandi fyrr í sumar. Getty/Jose Breton Danska knattspyrnufélagið Silkeborg hefur átt í viðræðum við ensku félögin QPR og Derby um sölu á landsliðsmanninum Stefáni Teiti Þórðarsyni. Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni. Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Silkeborg tilkynnti um það fyrr í dag að félagið væri í viðræðum varðandi sölu á Stefáni en ekki kom þá fram við hvaða félag væri rætt. Ljóst er þó að Silkeborg reiknar með því að selja Stefán og að af því hljótist umtalsverður hagnaður. Félagið kveðst nefnilega nú gera ráð fyrir að hagnaður ársins verði meiri en áður var talið, eða sem nemur 140 milljónum íslenskra króna. Danski miðillinn Tipsbladet greindi svo frá því að félagið sem Silkeborg ætti í viðræðum við væri Derby, en bætti svo við frétt sína og sagði Silkeborg búið að samþykkja tilboð frá QPR. Gengur miðillinn svo langt að segja að Stefán fari til Englands á morgun í læknisskoðun hjá QPR. Derby County har kæmpet for at få Stefan Teitur Thordarson, men det er Queens Park Rangers, som får ham. Silkeborg har accepteret et bud fra Marti Cifuentes' klub, og spilleren rejser efter planen til England søndag og ordner det sidste. @victorrisager https://t.co/oBwrKZGo1r— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) July 6, 2024 Það er því útlit fyrir að Stefán Teitur sé á leið í hina gríðarsterku næstefstu deild Englands, en þar lenti QPR í 18. sæti á síðustu leiktíð. Þangað komst Derby reyndar einnig með því að enda í 2. sæti C-deildar á síðustu leiktíð. Stefán Teitur, sem er 25 ára og á að baki 20 A-landsleiki, kom til Silkeborg fyrir fjórum árum síðan og hefur spilað 126 leiki fyrir félagið, og skorað 16 mörk. Silkeborg hefur þegar búið sig undir brotthvarf hans með því að fá til sín Younes Bakiz frá AaB og Ramazan Orazov frá Aktobe. Uppfært 23.05: Upphaflega var haft eftir Tipsbladet að Derby væri í viðræðum við Silkeborg en miðillinn bætti svo við frétt sína að QPR hefði tekið fram úr og væri að landa Stefáni.
Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira