Emmsjé Gauti laumaði sér á Landsmót fyrir tónlistarmyndband Telma Tómasson og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 6. júlí 2024 19:12 Emmsjé Gauti laumaði sér inn á Landsmót hestamanna til þess að taka upp tónlistarmyndband. vísir Margir ráku upp stór augu þegar tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti mætti í fullum keppnisskrúða á Landsmót hestamanna, enda er hann síst þekktur fyrir að vera meðal afreksknapa. Hann var líka kominn á mótið af allt annarri ástæðu en að mæta til keppni. Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil. Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira
Í fylgd með Gauta voru kvikmyndagerðarmenn og ætlunin að taka upp tónlistarmyndband við lagið Fyrirmynd Part 2 sem er eitt laganna á nýútkominni plötu hans sem ber titilinn Fullkominn dagur til að kveikja í sér. „Eitt lag á plötunni er nokkurs konar kántrílag, en það hefði verið of augljóst að nota hesta í myndbandi með því. Þess vegna valdi ég mesta rapplagið á plötunni því það er falleg andstæða í því að vera með hesta í því myndbandi. Það lag heitir Fyrirmynd Part 2 og er framhald af lagi sem ég gerði 2010. Okkur datt í hug fyrir tveimur dögum að gera tónlistarmyndband og því er ég hér staddur í miklu flæði og án þess að vera með eitthvað handrit til að fara eftir. Þetta er heimur sem ég þekki ekki neitt,“ segir Gauti. Vísir fékk að skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins, en það var Hjörtur Bergstað formaður Fáks og fjölskylda hans sem leiddi Emmsjé Gauta og hans lið um Landsmótssvæðið. Mótið í ár er haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Gauti bætir því við í léttum tón að þetta hafi líka verið afsökun fyrir því að komast bakdyramegin inn á Landsmót hestamanna og fá að vera með í stemningunni. „Síðan er ég að skemmta hér í kvöld og ég hef heyrt að það sé sturluð stemning á Landsmóti á laugardagskvöldinu og mögnuð skemmtidagskrá. Það eru þúsundir þarna í brekkunni." Smeykur en spenntur Gauti fékk gæðinginn Segul frá Akureyri lánaðan í upptökurnar, 16 vetra höfðingja í eigu Berthu Livar Bergstað. Fata- og reiðtygjafyrirtækið Top Reiter klæddi tónlistarmanninn í keppnisgalla frá toppi til táar og segist honum bara líða vel í fötunum. Það var samt smá bras að renna upp rennilásnum á keppnisstígvélunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Tónlistamaðurinn sagðist vera aðeins smeykur fyrir því að fara á bak, enda bara prófað það tvisvar áður í lífinu, en vera á sama tíma spenntur. „Ég veit að þau eru ekki að fara að sleppa mér og leyfa mér að leika lausum hala. Það er borin svo svakalega mikil virðing fyrir hestinum. Áður en ég fékk að taka hér myndband var farið yfir það að ekki mætti trufla fólkið og hestana sem væri að keppa. Mér finnst það frábært. Einhvern tíma langar mig að eiga mómentið að vera einn á hestbaki þegar sólin er að setjast.“ Gert er ráð fyrir að um tíu þúsund manns verði á Landsmóti hestamanna um helgina, en þar leikur veðrið við hesta og menn og stemning mikil.
Hestar Landsmót hestamanna Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira