Fótbolti

Fyrir­liðinn Morata ekki í banni í undan­úr­slitunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Líflegur að vanda.
Líflegur að vanda. Alex Livesey/Getty Images

Álvaro Morata, fyrirliði Spánar, verður til taks þegar Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Það virtist sem Morata hefði fengið gult spjald og yrði því í leikbanni en það var á misskilningi byggt.

Upphaflega var greint frá því að hinn 31 árs gamli Morata hefði fengið gult spjald í sigri Spánar á Þýskalandi. Kom það fram bæði í sjónvarpsútsendingu sem og á vefsíðu UEFA. Eftir leik tók Morata sjálfur hins vegar fyrir að hann hefði fengið spjald.

Þar sem Morata fékk gult spjald gegn Georgíu í 16-liða úrslitum þá hefði gult spjald gegn Þýskalandi þýtt að Morata yrði ekki með í undanúrslitunum gegn Frakklandi.

Nú er hins vegar ljóst að Morata fékk ekki gult spjald og verður því ekki í leikbanni. Spánn verður hins vegar án tveggja varnarmanna, Dani Carvajal og Robin Le Normand, gegn Frakklandi. Carvajal fékk rautt spjald í framlengingunni og Normand fékk sitt annað gula spjald á mótinu í leiknum. Morata verður hins vegar án efa á sínum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×