Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Festi, móðurfélags N1, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Það eru allir sáttir og allir kátir. En auðvitað er þetta alveg sögulegt. Þetta hefur örugglega ekki gerst áður,“ segir Ásta.
Fyrr í dag sagði hún Olíudreifingu ekki hafa gert ráð fyrir þeirri miklu eldsneytiseftirspurn sem skapaðist hjá viðskiptavinum Staðarskála í dag.
Gera má ráð fyrir að fjöldi fólks hafi verið á ferð síðdegis í dag. Stór hluti þess fólks hafi líklega verið á leið til Akureyrar af höfuðborgarsvæðinu, en um helgina stendur N1 fyrir einu fjölsóttasta fótboltamóti sumarsins, N1-mótinu.