Búast við blíðu á Írskum dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 16:24 Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi Mynd/Sunna Gautadóttir Írskr dagar fara fram á Akranesi um helgina en hátíðardagskrá fór af stað fyrr í vikunni. Skipuleggjandi segir fjölbreytta skemmtidagskrá og gott veður vera í vændum sem vonandi muni þjappa fólki saman á erfiðum tímum í kjölfar fjöldauppsagnar hjá stóru fyrirtæki í bænum. Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir Akranes Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir
Akranes Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira