Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. júlí 2024 10:42 Sunak bað þjóðina afsökunar á frammistöðu sinni sem ráðherra en flokkur hans beið afhroð í kosningunum. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Áður en Sunak hélt á fund konungs hélt hann stutta ræðu fyrir utan heimili sitt í Downingstræti 10 þar sem hann ávarpaði þjóðina. Í ræðunni baðst hann afsökunar en sagðist hafa lagt allt í sölurnar fyrir Íhaldsflokkinn og Breta. Þjóðin hafi hinsvegar sent skýr skilaboð um að breytinga sé þörf. „Ég hef fundið fyrir reiði ykkar,“ sagði Sunak meðal annars áður en hann hitti konung í Buckingham-höll. Talsmenn konungs hafa síðan sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að konungur hafi fallist á afsögn ráðherrans. Sunak tilkynnti einnig um þá ávkörðun sína að hann ætli að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins en það mun þó ekki gerast fyrr en eftirmaður hans hefur verið fundinn. Nú tekur við nýtt tímabil fyrir Íhaldsflokkinn eftir fjórtán ár á valdastóli þar sem Bretar hafa gengið í gegnum miklar breytingar, ekki síst Brexit. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins er síðan væntanlegur á fund konungs á eftir þar sem honum verður boðið að mynda næstu ríkisstjórn, eins og lög gera ráð fyrir. Búist er við því að hann ávarpi bresku þjóðina af tröppum Downingstrætis 10, um klukkan hálftólf. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 4. júlí 2024 21:17 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Áður en Sunak hélt á fund konungs hélt hann stutta ræðu fyrir utan heimili sitt í Downingstræti 10 þar sem hann ávarpaði þjóðina. Í ræðunni baðst hann afsökunar en sagðist hafa lagt allt í sölurnar fyrir Íhaldsflokkinn og Breta. Þjóðin hafi hinsvegar sent skýr skilaboð um að breytinga sé þörf. „Ég hef fundið fyrir reiði ykkar,“ sagði Sunak meðal annars áður en hann hitti konung í Buckingham-höll. Talsmenn konungs hafa síðan sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að konungur hafi fallist á afsögn ráðherrans. Sunak tilkynnti einnig um þá ávkörðun sína að hann ætli að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins en það mun þó ekki gerast fyrr en eftirmaður hans hefur verið fundinn. Nú tekur við nýtt tímabil fyrir Íhaldsflokkinn eftir fjórtán ár á valdastóli þar sem Bretar hafa gengið í gegnum miklar breytingar, ekki síst Brexit. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins er síðan væntanlegur á fund konungs á eftir þar sem honum verður boðið að mynda næstu ríkisstjórn, eins og lög gera ráð fyrir. Búist er við því að hann ávarpi bresku þjóðina af tröppum Downingstrætis 10, um klukkan hálftólf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 4. júlí 2024 21:17 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 4. júlí 2024 21:17