Stórsigur Verkamannaflokksins á kostnað Íhaldsflokksins Árni Sæberg og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. júlí 2024 06:57 Keir Starmer er ótvíræður sigurvegari kosninganna og næsti forsætisráðherra Bretlands. Matthew Horwood/Getty Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í bresku þingkosningunum sem fram fóru í gær og Íhaldsflokkurinn, sem verið hefur við stjórnvölinn í fjórtán ár, beið afhroð. Þegar búið er að skera úr um úrslit í flestum af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um hefur Verkamannaflokkurinn náð 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti, að því er segir á kosningavef breska ríkisútvarpsins. Á meðal áhrifamanna innan flokksins sem detta út af þingi má nefna Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, Penny Mordaunt og Jacob Rees-Mogg. Frjálslyndir demókratar fagna og Farage náði inn Minni flokkar á þinginu bæta einnig töluvert við sig, Frjálslyndir Demókratar fá 71 þingsæti og bæta við sig 63 og Nýji þjóðernisflokkurinn Reform með Nigel Farage í broddi fylkingar ná fjórum mönnum inn, Farage þar á meðal. Gengi flokksins er þó mun betra en þær tölur gefa til kynna en kosningakerfi Bretlands, þar sem aðeins einn þingmaður er í boði í hverju kjördæmi, gerir það að verkum að heildaratkvæðamagn hvers flokks endurspeglar ekki þingmannafjöldann. „Okkur tókst það“ Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra Bretlands, var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. „Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Þegar búið er að skera úr um úrslit í flestum af þeim 650 einmenningskjördæmum sem kosið var um hefur Verkamannaflokkurinn náð 410 þingætum og bætir því við sig heilum 210 þingmönnum frá því sem var áður. Íhaldsmenn ná aðeins 119 sætum og missa því 248 þingsæti, að því er segir á kosningavef breska ríkisútvarpsins. Á meðal áhrifamanna innan flokksins sem detta út af þingi má nefna Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra, Penny Mordaunt og Jacob Rees-Mogg. Frjálslyndir demókratar fagna og Farage náði inn Minni flokkar á þinginu bæta einnig töluvert við sig, Frjálslyndir Demókratar fá 71 þingsæti og bæta við sig 63 og Nýji þjóðernisflokkurinn Reform með Nigel Farage í broddi fylkingar ná fjórum mönnum inn, Farage þar á meðal. Gengi flokksins er þó mun betra en þær tölur gefa til kynna en kosningakerfi Bretlands, þar sem aðeins einn þingmaður er í boði í hverju kjördæmi, gerir það að verkum að heildaratkvæðamagn hvers flokks endurspeglar ekki þingmannafjöldann. „Okkur tókst það“ Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og verðandi forsætisráðherra Bretlands, var sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í nótt. „Okkur tókst það! Þið háðuð kosningabaráttu og börðust fyrir þessum sigri. Þið kusuð hann og nú er hann kominn. Umbreytingarnar hefjast núna. Og mér líður vel með þetta, ég verð að vera hreinskilinn. Fjögurra og hálfs árs vinna við að breyta flokknum, þetta er uppskera þeirrar vinnu. Breyttur Verkamannaflokkur sem er reiðubúinn að þjóna landinu okkar.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira